

Þjónustustjóri 66°Norður
Við leitum að öflugum leiðtoga í þjónustuver 66°Norður, einstaklingi með framúrskarandi skipulagshæfni og drifkraft. Markmiðið er að styðja við og efla teymi þjónustuversins til að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.
Starfsmaður er ráðinn sem þjónustustjóri hjá Sjóklæðagerðinni hf. Starfsmaður ber ábyrgð á þjónustuveri 66°Norður og sér um að leiða framúrskarandi teymi með skipulögðum og skilvirkum hætti. Hlutverk starfsmanns er að sjá til þess að þjónustustefnu 66°Norður sé framfylgt og ber ábyrgð á lykilmælikvöðum sviðsins. Starfsmaður sér einnig um að senda, taka á móti og fylgja eftir pöntunum vefverslunar og annara deilda. Upplýsingagjöf ytri og innri viðskiptavina, samskipti við lager á Íslandi og Lettlandi og samskipi við póstfyrirtæki varðandi sendingar og tollamál. Þjónusta viðskiptavini í gegnum síma, tölvupóst, heimasíðu og samfélagsmiðla. Sjá um og afhenda fyrirtækjapantanir og viðgerðir. Leysa úr málum tengdum þjónustu, vörum og vefverslun. Starfsmanni er jafnframt falið að sinna öðrum tilfallandi verkefnum.
Viðkomandi mun taka virkan þátt í að þróa og bæta ferla og tryggja að þjónustan sem veitt er uppfylli þjónustustefnu 66°Norður. Í þessu hlutverki gefst einstakt tækifæri til að vinna að þjónustumálum þvert á svið og öðlast innsýn í starfsemi allra deilda fyrirtækisins.
- Farsæl reynsla af stjórnun og sterk leiðtogahæfni.
- Reynsla af því að leiða verkefni.
- Reynsla úr þjónustuveri.
- Reynsla úr afgreiðslustarfi er kostur.
- Rík þjónustulund.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Framúrskarandi íslensku og ensku kunnátta.
- Þekking á mælanlegri markmiðasetingu er kostur.
- Kunnátta á greiðslukerfum, Microsoft Dynamics AX og Zendesk.
Kynningarbréf þarf að fylgja umsókn.

