Einingaverksmiðjan
Einingaverksmiðjan
 Einingaverksmiðjan

Sölu- og markaðsfulltrúi - Einingaverksmiðjan

Einingaverksmiðjan leitar að öflugum, hugmyndaríkum og metnaðarfullum sölu- og markaðsfulltrúa. Um er að ræða 100% starf. Við erum staðsett í nýrri og glæsilegri verksmiðju að Koparhellu 5 í Hafnarfirði.

Starfið felst meðal annarra verkefna í sölu á forsteyptum lausnum fyrirtæksins og leitum við því að einstakling sem hefur jákvætt viðmót og á mjög auðvelt með samskipti. Kostur ef viðkomandi hefur þekkingu og reynslu af byggingariðnaði, auk reynslu af sölumálum.

Einingaverksmiðjan sérhæfir sig í og framleiðir forsteyptar lausnir fyrir breiðan hóp viðskiptavina og hefur byggt upp gríðarlega sérþekkingu og áratuga verkkunnáttu. Hjá fyrirtækinu starfa um 80 starfsmenn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sala á vörum fyrirtækisins
  • Magntaka, tilboðsgerð og eftirfylgni tilboða
  • Uppfæra verkframvindur og gerð reikninga
  • Undirbúningur og stjórnun viðburða á vegum Einingaverksmiðjunnar 
  • Uppfæra vef og samfélagsmiðla
  • Markaðs og kynningarmál
    • s.s. mæting á viðburði i byggingariðnaði, móttaka hópa og viðskiptavina
  • Heldur utan um mótun og innleiðingu umhverfismælikvarða
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking af byggingariðnaði æskileg  
  • Reynsla og þekking af sölumálum kostur
  • Reynsla af vefumsjón, samfélagsmiðlum og markaðsmálum
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
  • Jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum 
  • Sjálfstæð, fagleg og skipulögð vinnubrögð
  • Mjög góð tölvukunnátta   
Auglýsing birt28. mars 2025
Umsóknarfrestur20. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Koparhella 5
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sölumennska
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar