
Fjölbreytt störf í Fjarvinnu. Bókari,Þjónustufulltrúi og fl.
Viltu prufa eitthvað nýtt og búa erlendis?
Fyrirtæki staðsett í Barcelona á Spáni leitar eftir fólki sem er ævintýragjarnt og til í að flytjast til Spánar. Möguleiki að vera staðsettur annarsstaðar.
Í boði bæði dag og kvöldvinna. Sveigjanlegur vinnutími. Leitum að fólki í bæði fullt starf og hlutastarf. (25%-100%)
Vegna aukinna umsvifa getum við bætt við starfsfólki í fjölbreytt störf innan fyrirtækisins.
- Bókari- Færsla bókhalds. Bókhaldsnám eða reynsla nauðsynleg
- Þjónustufulltrúi- Símsvörun, Netspjall, tölvupóstar.
- Sölufulltrúi- Hringja í einstaklinga og selja vöru, þjónustu eða bóka fundi.
- Söluráðgjafi- Hringja í fyrirtæki og selja vöru, þjónustu eða bóka fundi. Reynsla af sölu nauðsynleg. Þekking á Crm kerfi æskileg.
Fjölbreytt verkefni í boði þar sem unnið er í samstarfi við fyrirtæki á Íslandi.
Lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem mikið er lagt upp úr hópefli og sjá til þess að öllum starfsmönnum líði sem best.
Frábært tækifæri að upplifa nýja menningu og læra spænsku í leiðinni ásamt því að njóta lífsins þar sem verðlag er hagstætt og veðurfar hlýtt.
Svörum strax er útvistunarfyrirtæki sem trúir því að samkeppnisforskot náist með ánægju starfsmanna.
Við vinnum fyrir hin ýmis fyrirtæki og stofnanir og eru mismunandi verkefni í gangi á hverjum tíma.Allar umsóknir berist hér í gegnum Alfreð
Fjarvinna













