Klettabær
Klettabær
Klettabær

Bókari hjá Klettabæ

Klettabær leitar að öflugum starfsmanni í 50% starf bókara hjá félaginu.

Klettabær býður uppá sértæk búsetuúrræði til langs- og skamms tíma, hvíldardvalir auk fjölbreyttrar og einstaklingsmiðaðrar þjónustu í Þjónustumiðstöð Klettabæjar og Náms- og starfssetri Klettabæjar.

Meginmarkhópur Klettabæjar eru börn og ungmenni með margþættar þarfir sem þurfa sértæka og/eða einstaklingsmiðaða nálgun og þjónustu. Unnið er eftir hugmyndafræði um fjöláfalla- og tengslamiðaðan stuðning. Markmiðið er að stuðla að jöfnum tækifærum ungs fólks til þátttöku og lífsgæða í samfélaginu á eigin forsendum. 

Starfsánægja, góð starfsaðlögun og fræðsla eru í forgrunni hjá Klettabæ.

Einkennisorð Klettabæjar eru ástríða, fagmennska, gleði og umhyggja. 

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Færsla bókhalds og afstemmingar 
  • Móttaka reikninga, bókun innkaupareikninga 
  • Bókun innborgana og millifærslna 
  • Auk ýmissa tilfallandi verkefna 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af bókhaldi og afstemmingum 
  • Viðurkenndur bókari er kostur 
  • Þekking og færni í DK bókhaldskerfi er kostur
  • Góð kunnátta og færni á Excel 
  • Jákvæðni, þjónustulund og góð samskiptahæfni 
  • Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð 
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi á teymisvinnu 
Auglýsing birt28. apríl 2025
Umsóknarfrestur11. maí 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Suðurhraun 10, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Reikningagerð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar