
Wise lausnir ehf.
Wise er leiðandi upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, þjónustu og innleiðingu á breiðu úrvali viðskipta- og rekstrarlausna sem hjálpa viðskiptavinum að öðlast samkeppnisforskot. Vöruframboð okkar samanstendur af hýsingu og rekstrarþjónustu ásamt heildarlausnum á sviði viðskipta fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.
Hjá Wise starfa tæplega 160 sérfræðingar á starfsstöðvum félagsins í Reykjavík og á Akureyri. Við erum fjölbreyttur hópur fólks sem eigum það sameiginlegt að brenna fyrir upplýsingatækni, nýsköpun og árangri viðskiptavina.
Wise er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem leitast er við að auka fjölbreytileika í ráðningum. Við leggjum áherslu á hvetjandi starfsumhverfi með markvissri fræðslu og þjálfun, að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið. Jafnframt er boðið upp á samgöngu- og heilsustyrk til starfsmanna.
Fyrirtækið býður upp á samkeppnishæf laun og hlaut jafnlaunavottun 2021 og viðurkenningu FKA Jafnvægisvogarinnar 2022.

Business Central ráðgjafi
Við leitum að metnaðarfullum einstakling í fjölbreytt starf ráðgjafa viðskiptalausna á skrifstofur okkar í Reykjavík og Akureyri.
Við leitum að lausnamiðuðum einstakling sem hefur áhuga á hröðum heimi upplýsingatækninnar. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir framúrskarandi samskiptahæfni og drifkrafti.
Ef þú hefur reynslu og þekkingu af því að vinna með Business Central og hefur gaman af því að takast á við áskoranir gæti þetta verið tækifæri fyrir þig.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf til viðskiptavina á Microsoft Business Central
- Ráðgjöf um notkun kerfa fyrirtækisins
- Þjónusta, ráðgjöf, þarfagreiningar, ferlagreiningar o.fl.
- Samskipti við viðskiptavini og virk tengslamyndun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af notkun Microsoft Business Central / Navision
- Reynsla af innkaupum, birgðahaldi, vöruhúsum, tollskýrslugerð og/eða smásölu er kostur
- Reynsla af bókhaldi og launavinnslu er kostur
- Reynsla af LSRetail er kostur
- Reynsla og áhugi á Power Platform er kostur
- Þekking og áhugi á stafrænum lausnum og nýjungum
- Drifkraftur og frumkvæði
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
Auglýsing birt28. mars 2025
Umsóknarfrestur10. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnarstræti 91, 600 Akureyri
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Dynamics NAVMicrosoft Dynamics 365 Business Central
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viltu taka þátt í að móta einn stærsta vildarklúbb landsins?
Nova

Þjónustufulltrúi
Alþjóðasetur

Sérfræðingur í notendaþjónustu BC
Fagkaup ehf

Sérfræðingur á markaðssviði
Langisjór | Samstæða

Starfsmaður í innkaupadeild
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Sérfræðingur í framlínu
Birta lífeyrissjóður

Sumarstarf hjá Sjóvá í Vestmannaeyjum
Sjóvá

Fjölbreytt störf í Fjarvinnu. Bókari,Þjónustufulltrúi og fl.
Svörum Strax

Information Technology Officer - Grants Management Systems
Financial Mechanism Office (FMO)

Sumarstörf í Fjallabyggð
Arion banki

Sérfræðingur í innheimtustýringu
Fjársýslan

Sérfræðingur í fjárstýringu
Fossar fjárfestingarbanki hf.