Fjársýslan
Fjársýslan

Sérfræðingur í innheimtustýringu

Fjársýsla ríkisins auglýsir eftir sérfræðingi í innheimtustýringu á Fjárstýringarsviði, um framtíðarstarf er að ræða í fjölbreyttu og kviku umhverfi.

Hlutverk Fjárstýringar er meðal annars að sjá um rekstur og þróun á innheimtuferlum í kerfum ríkisins, uppgjör á útsvari, greining tekna og innheimtu með notkun á Power-BI . Þjónusta við innheimtumenn, álagningaraðila og aðra notendur kerfanna með fræðslu og upplýsingamiðlun. Þá vinnur sviðið að stafrænni þróun Fjármála á Ísland.is í samvinnu við Stafrænt Ísland.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta við notendur innheimtukerfa
  • Uppgjör og afstemmingar
  • Þróun og rekstur á innheimtuferlum
  • Mánaðarleg greining tekna og innheimtu
  • Stafræn þróun og umsjón með rekstri innheimtukerfa
  • Þátttaka í gerð leiðbeininga og kennsluefnis
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistaragráða kostur
  • Þekking á og reynsla af innheimtuferlum æskileg
  • Góð greiningarhæfni krafa
  • Góð kunnátta á Excel krafa
  • Góð íslensku- og ensku kunnátta
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Frumkvæði, metnaður til að ná árangri og að tileinka sér nýjungar
  • Mjög góð samstarfs- og samskiptahæfni
Auglýsing birt27. mars 2025
Umsóknarfrestur7. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 6
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar