Fjársýslan
Fjársýslan

Lögfræðingur – Innkaupasvið Fjársýslunnar

Fjársýslan óskar eftir að ráða metnaðarfullan lögfræðing til starfa á innkaupasviði stofnunarinnar. Á innkaupasviði starfar hópur sérfræðinga sem aðstoðar opinbera aðila við innkaup og útboð, annast gerð miðlægra samninga um innkaup og veitir margvíslega ráðgjöf og aðstoð jafnt lögfræðilega sem og útboðstæknilega. Lögfræðingurinn kemur til með að starfa í nánu samstarfi við innkaupasérfræðinga og aðra starfsmenn stofnunarinnar og stuðla að hagkvæmum, sjálfbærum og nýskapandi opinberum innkaup í samræmi við markmið laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Enn fremur leggja sitt af mörkum við að tryggja jafnræði meðal fyrirtækja og stuðla að gagnsæi og virkri samkeppni í opinberum innkaupaferlum.

Starfið krefst lausnamiðaðar hugsunar, framúrskarandi greiningarhæfni og færni í að miðla þekkingu á auðskiljanlegan hátt. Lögfræðingurinn þarf að búa yfir skipulögðum og öguðum vinnubrögðum auk metnaðar til að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til þeirra sem til hans leita.

Hvers vegna Fjársýslan?

Fjársýslan er leiðandi á sínu sviði þegar kemur að fjármálum, innkaupum og mannauðsmálum í opinberum rekstri. Stofnunin býður upp á fjölbreytt og krefjandi verkefni í fyrsta flokks starfsumhverfi þar sem fagmennska og góð aðstaða er í fyrirrúmi. Lögð er áhersla á að efla ríkisrekstur með heildstæðum umbótum, framsækinni ráðgjöf og markvissri notkun stafrænna lausna og nýrrar tækni sem á að stuðla að aukinni skilvirkni og bættri ákvarðanatöku í þágu ríkisrekstursins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Lögfræðileg ráðgjöf og túlkun á lögum og reglum sem varða opinber innkaup.
  • Aðkoma að gerð og yfirferð útboðsgagna.
  • Ritun minnisblaða og annarra lögfræðilegra álitsgerða.
  • Þróun innkaupaferla í samræmi við markmið um hagkvæmni, sjálfbærni og nýsköpun.
  • Eftirfylgni með breytingum á regluverki og innleiðingu þeirra í starfsemi ríkisins.
  • Þátttaka í fræðslu og stefnumótun á sviði opinberra innkaupa.
  • Fyrirsvar fyrir kærunefnd útboðsmála.
  • Samstarf við innkaupasérfræðinga, stjórnendur og önnur svið Fjársýslunnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf í lögfræði er skilyrði.
  • Reynsla og þekking af opinber innkaupum er kostur.
  • Framúrskarandi ritfærni, framsaga og framkoma.
  • Þjónustu- og lausnamiðuð hugsun.
  • Greiningarhæfni og rökhugsun.
  • Öguð, nákvæm og drífandi vinnubrögð.
  • Góð samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Gott vald á íslensku og ensku .
Auglýsing birt24. mars 2025
Umsóknarfrestur4. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 6
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar