Fangelsismálastofnun
Fangelsismálastofnun

Sumarstörf í fangelsum

Fangelsismálastofnun leitar að áhugasömu fólki til að starfa við fangavörslu í sumar. Í boði eru sumarstörf í fjórum fangelsum víðsvegar um landið.

Fangelsið Hólmsheiði er gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi fyrir öll kyn, með aðstöðu fyrir afplánun styttri fangelsisrefsinga og vararefsinga. Fangelsið er staðsett við Nesjavallaleið í Reykjavík.

Fangelsið Litla-Hrauni er lokað fangelsi fyrir karlkyns afplánunarfanga og er staðsett á Eyrarbakka.

Fangelsin Kvíabryggju og Sogni eru skilgreind sem opin fangelsi. Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi og rekið í nánu samstarfi við Litla-Hraun. Fangelsið Kvíabryggju er staðsett við Grundarfjörð á Snæfellsnesi.

Við leitum að jákvæðu fólki sem er framúrskarandi í samskiptum og langar að vinna í lifandi og krefjandi starfsumhverfi. Um er að ræða bæði störf í dagvinnu og vaktavinnu. Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiðsögn og aðstoð við skjólstæðinga
  • Eftirlit og verkstjórn 
  • Þátttaka í allri daglegri starfsemi fangelsa
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun
  • Jákvætt viðhorf og góð færni í mannlegum samskiptum
  • Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt og í teymum
  • Geta til að bregðast skjótt við breytilegum aðstæðum
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Góð tölvufærni
Auglýsing birt26. mars 2025
Umsóknarfrestur6. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar