
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum 15 vatnsaflsstöðvar, þrjár jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur í rannsóknaskyni, á fimm starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Ert þú samningaséní?
Sérfræðingur í opinberum innkaupum
Nú fer í hönd eitt mesta framkvæmdatímabil í sögu Landsvirkjunar, enda þarf að afla orku fyrir orkuskipti og almenna þörf samfélagsins á komandi árum. Við leitum að úrræðagóðum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi til að ganga til liðs við innkaupateymið okkar sem starfar með hagkvæmni og gæði að leiðarljósi. Í starfinu reynir á gagnrýna hugsun, skipulögð vinnubrögð og lausnamiðaða nálgun. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi og felast meðal annars í því að veita samstarfsfólki ráðgjöf og leiða framkvæmd innkaupa. Teymið vinnur þétt saman, en starfar líka með starfsfólki vítt og breitt um landið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- að leiða verðkannanir, útboð og markaðskannanir
- að framkvæma innkaup og koma á samningum
- að bæta skilvirkni og hagkvæmni við innkaup
- áframhaldandi þróun á stafrænum ferlum innkaupa
Menntunar- og hæfniskröfur
- háskólamenntun sem nýtist í starfi
- reynsla af opinberum innkaupum, gerð útboðsgagna, rekstri samninga og samningagerð er kostur
- þekking á veitureglugerð og á samningsskilmálum eins og IST-30 og FIDIC er kostur
- framúrskarandi samskiptahæfni og vilji og geta til að vinna í teymi
- þekking og reynsla á rekstri miðlægra samninga
Auglýsing birt18. mars 2025
Umsóknarfrestur2. apríl 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiMetnaðurSamningagerðSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur á sviði orkumála
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Reyndur verkefnastjóri / Experienced PM
COWI

Sérfræðingur í fjárreiðudeild – Fjármálasvið
Hafnarfjarðarbær

Sumarstarf í reikningshaldi
Míla hf

Forstöðumaður sjálfbærni
Reitir fasteignafélag

CRM Manager
Key to Iceland

Innkaupafulltrúi
Ísfell

Aðstoðarverkefnastjóri / Tæknimaður á skrifstofu
Atlas Verktakar ehf

Kontor auglýsingastofa leitar að viðskiptastjóra
Kontor Auglýsingastofa ehf

Bókari
Fönn

Launaráðgjafi mannauðslausna
Advania

Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin