Landsvirkjun
Landsvirkjun
Landsvirkjun

Viltu hámarka nýtingu orkuauðlinda okkar?

Við leitum að liðsauka í teymi vinnsluáætlana á sviði vatnsafls. Teymið ber ábyrgð á að skipuleggja raforkuvinnslu orkukerfis Landsvirkjunar og afhendingu raforku í samræmi við samninga. Það sér um að reka og þróa orkulíkön fyrirtækisins og framkvæmd kerfisrannsókna með það að markmiði að hámarka nýtingu þeirra orkulinda sem Landsvirkjun er trúað fyrir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Áætlanagerð vinnslukerfis og áhættustýring miðlunarforða. 
  • Mat á framboðsgetu raforkukerfisins m.t.t. raforkuöryggis.
  • Þróun og hagnýting orkulíkana til að tryggja stuðning við ákvarðanir.
  • Greining og aðgerðarannsóknir á rekstri og þróun vinnslukerfisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framhaldsmenntun í verkfræði, stærðfræði eða tengdum greinum.
  • Þekking á aðgerðarannsóknum og tölfræði.
  • Færni í greiningu gagna og hagnýtingu þeirra.
  • Reynsla af þróun og hagnýtingu hermunarlíkana er kostur.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagsfærni.

 

Auglýsing birt14. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar