
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum 15 vatnsaflsstöðvar, þrjár jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur í rannsóknaskyni, á fimm starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Viltu hámarka nýtingu orkuauðlinda okkar?
Við leitum að liðsauka í teymi vinnsluáætlana á sviði vatnsafls. Teymið ber ábyrgð á að skipuleggja raforkuvinnslu orkukerfis Landsvirkjunar og afhendingu raforku í samræmi við samninga. Það sér um að reka og þróa orkulíkön fyrirtækisins og framkvæmd kerfisrannsókna með það að markmiði að hámarka nýtingu þeirra orkulinda sem Landsvirkjun er trúað fyrir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Áætlanagerð vinnslukerfis og áhættustýring miðlunarforða.
- Mat á framboðsgetu raforkukerfisins m.t.t. raforkuöryggis.
- Þróun og hagnýting orkulíkana til að tryggja stuðning við ákvarðanir.
- Greining og aðgerðarannsóknir á rekstri og þróun vinnslukerfisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framhaldsmenntun í verkfræði, stærðfræði eða tengdum greinum.
- Þekking á aðgerðarannsóknum og tölfræði.
- Færni í greiningu gagna og hagnýtingu þeirra.
- Reynsla af þróun og hagnýtingu hermunarlíkana er kostur.
- Lipurð í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni.
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagsfærni.
Auglýsing birt14. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiGagnagreiningMannleg samskiptiTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Viltu þróa spennandi tækifæri erlendis?
Landsvirkjun

Vélahönnuður - Sumarstarf
Klaki ehf

Vélahönnuður
Klaki ehf

Stýrir þú viðhaldi?
Landsvirkjun

Verkfræðingur í vöruþróun
Kerecis

Sumarstörf á Vestursvæði: Umsjónardeild og Þjónustudeild
Vegagerðin

Lánastjóri fyrirtækja - Viðskiptabanki
Íslandsbanki

Verkefnastjóri tækja og búnaðar - Nýr Landspítali
Nýr Landspítali ohf.

Sérfræðingur í rekstri raforkukerfa
Rio Tinto á Íslandi

Planning Staff
PLAY

Sérfræðingur í áhættustýringu
VÍS

Sérfræðingur á sviði samgangna
VSÓ Ráðgjöf ehf.