

Reyndur verkefnastjóri / Experienced PM
Vilt þú verða hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og takast á við áhugaverð verkefni? Langar þig að þróast í starfi sem verkefnastjóri innan fjölbreytts hóps sérfræðinga og verkefnastjóra hérlendis og erlendis? Þá hvetjum við þig til að kynna þér starfið betur hér að neðan./ Do you want to become part of an international company and take on interesting projects? Would you like to develop in your work within a diverse group of experts? Then we encourage you to learn more about the job below.
Við í verkefnastjórnunarhóp Cowi á Íslandi leitum eftir áhugasömum reyndum verkefnastjóra. Hópurinn sinnir verkefnastjórn fjölbreyttra verkefna bæði á sviði hönnunar og framkvæmda. Nýr verkefnastjóri mun sinna verkefnastjórnun stórra verkefna. / We in Cowi's project management team in Iceland are looking for an engaged, experienced project manager. The group is responsible for project management of diverse projects both in the field of design and construction. The new project manager will be responsible for project management of large projects.
Sem dæmi um um verkefni sem viðkomandi aðili má eiga von á að þurfa að annast má nefna / Examples of tasks that the party in question can expect to have to handle include:
- Stjórna þverfaglegum hönnunarhópum í tengslum við stærri framkvæmdir / Manage interdisciplinary design teams in relation to larger projects
- Þátttaka í gerð samninga, kostnaðaráætlana og verkáætlana vegna stærri framkvæmda ásamt eftirfylgni og rekstri / Participation in the preparation and operation of contracts, cost estimates and project plans for larger projects.
- Þátttaka í gerð útboðs- og verklýsinga og yfirferð tilboða. / Participation in the preparation of tender and project specifications and the review of bids.
- Uppgjör og gerð reyndargagna vegna stærri framkvæmda. / Settlement and preparation of factual documents for larger projects.
- Samskipti við hagsmunaaðila, eftirlit, verktaka og kynning verkefna á opinberum vettvangi vegna stærri framkvæmda. / Communication with stakeholders, supervision, contractors and promotion of projects in the public arena for larger projects.
- Aðkoma að innkaupum vegna efnis og búnaðar í tengslum við stærri framkvæmdir. / Involvement in procurement for materials and equipment in connection with larger projects.
- Upplýsingagjöf og skýrslugerð um framvindu og kostnað vegna stærri verkefna./ Provision of information and reporting on progress and costs for larger projects.
Færni þín er lykillinn að velgengni okkar. Við vinnum þvert á landamæri og fræðigreinar og deilum þekkingu og byggjum upp sterk tengsl við samstarfsmenn og viðskiptavini. Þú leggur til sérfræðiþekkingu þína og færð að læra af þeim bestu. / Your skills are the key to our success. Working across borders and disciplines, we share knowledge and build strong relationships with colleagues and customers. You contribute your expertise and get to learn from the best.
Til að ná árangri í þessari stöðu teljum við að þú ættir að vera þjónustusinnaður, sveigjanlegur einstaklingur sem er frábær í að byggja upp sambönd, gefur smáatriðum gaum og ert alltaf opinn fyrir nýjum áskorunum. / To succeed in this position, we believe that you should be a service-minded, flexible person who is excellent at building relationships, attentive to details, and always open to new challenges.
- Viðeigandi menntun er MSc gráða í verkfræði eða önnur háskólaprófgráða samhliða viðurkenndri vottun í verkefnastjórnun. / Relevant education is an MSc degree in engineering or another university degree alongside a recognized certification in project management.
- Fimm ára starfsreynsla a.m.k. sem verkefnisstjóri við hönnun eða framkvæmdaeftirlit, áætlanagerð og útboð nauðsynleg. / At least five years work experience as a project manager in design or construction supervision, planning and tendering required.
- Reynsla af notkun á sameiginlegum verkefnavef fyrir stærri verkefni er æskileg. / Experience in using a joint project website for larger projects is desirable.
- Reynsla af því að nýta sér upplýsingalíkön s.s. BIM við verkefnastjórn og hönnun verkefna er æskileg. / Experience in using information models such as BIM in project management and project design is desirable.
- Íslensku og enskukunnátta í tali og rituðu máli./ Icelandic and English in spoken and written language.
Við bjóðum líka uppá / What we also offer:
- Sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnumöguleika í bland við vinnu á starfsstöð / Flexible working hours and Hybrid working conditions
- Öflugt mötuneyti með morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu / Canteen with breakfast, lunch and afternoon snacks
- Samgöngu- og líkamsræktarstyrkir / Commuting and Physical Activity Stipends
- Starfsmannafélag með fjölbreyttum deildum og viðburðum / Employee association with diverse sections and events
- Viðbótargreiðslur í fæðingarorlofi / Additional payment during maternity / parternity leave
- Starfsþróunarmöguleikar innan COWI, starfsþróunaráætlanir og rafræn þjálfun hjá COWI Academy / Internal mobility within COWI, personalized development plans and online trainings with COWI Academy
- Árlegt heilsufarsmat / Yearly health check up













