
Reitir fasteignafélag
Reitir er meðal stærstu fasteignafélaga landsins. Félagið er sérhæft í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Innan eignasafnsins eru á annað hundrað fasteignir auk metnaðarfullra þróunarverkefna. Reitir er skráð í Kauphöll Íslands, félagið byggir á arfleifð umsvifa sem hófst með þróun Kringlunnar árið 1987. Á síðari árum hafa Reitir hlúð að sögufrægum byggingum og staðið þannig vörð um íslenskan menningararf á sama tíma og horft er til sjálfbærrar framtíðar. Hjá Reitum starfar reynslumikill og samheldinn hópur sérfræðinga í rekstri, útleigu og fjárfestingu í fasteignum. Gildi Reita; jákvæðni, fagmennska og samvinna eru lykilþættir í daglegri starfsemi.

Forstöðumaður sjálfbærni
Við leitum að metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga í sjálfbærni til að móta og leiða stefnu Reita í sjálfbærni- og umhverfismálum. Viðkomandi mun bera ábyrgð á að innleiða skýra framtíðarsýn sem styður við langtímamarkmið félagsins og tryggir að sjálfbærni sé órjúfanlegur hluti starfseminnar.
Starfið heyrir beint undir forstjóra og felur í sér náið samstarf með stjórnendum og starfsfólki þvert á deildir félagsins til að greina og hámarka sjálfbærnitækifæri í stóru eignasafni Reita og styðja þannig við verðmætasköpun með sjálfbærum lausnum í rekstri og þróun fasteigna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móta og byggja upp sjálfbærnimarkmið Reita í takt við þróun, staðla og stefnu félagsins.
- Leiða innleiðingu og framgang vottaðra þróunarverkefna og umhverfisvottana fasteigna sem staðfesta gæði þeirra og styðja við sjálfbæran rekstur og vinnuumhverfi.
- Greina tækifæri og styðja við innleiðingu sjálfbærra lausna í starfsemi félagsins og fasteignum, með sérstaka áherslu á kolefnisspor í rekstri og framkvæmdum, vottanir og græna fjármögnun.
- Tryggja innleiðingu og framkvæmd upplýsingagjafar í samræmi við CSRD-reglugerðina og sjá til þess að sjálfbærniupplýsingar séu unnar og birtar í samræmi við helstu viðmið.
- Hafa yfirumsjón með sjálfbærniskýrslu félagsins, mælikvörðum og upplýsingagjöf.
- Viðhalda og efla samskipti við hagaðila, þar á meðal starfsfólk, fjárfesta og viðskiptavini, með markvissri miðlun upplýsinga og skýrslugerð um sjálfbærnimál.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði sjálfbærni, viðskiptafræði, verkfræði eða verkefnastjórnunar.
- Reynsla af innleiðingu eða vinnu með uppgjörsstaðla á borð við GRI, SASB, Nasdaq EGS, CSRD eða sambærilega staðla og færni í að tryggja samræmi við reglugerðir um birtingu sjálfbærniupplýsinga.
- Þekking á sjálfbærniviðmiðum í byggingariðnaði (t.d BREEAM, LEED og/eða Svansvottun) er kostur.
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni til að vinna þvert á svið og leiða verkefni innan félagsins.
- Skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt.
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli.
Auglýsing birt18. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur á sviði orkumála
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Reyndur verkefnastjóri / Experienced PM
COWI

Sérfræðingur í fjárreiðudeild – Fjármálasvið
Hafnarfjarðarbær

Sumarstarf í reikningshaldi
Míla hf

Ert þú samningaséní?
Landsvirkjun

Verkefnisstjóri
Síldarminjasafn Íslands

CRM Manager
Key to Iceland

Innkaupafulltrúi
Ísfell

Aðstoðarverkefnastjóri / Tæknimaður á skrifstofu
Atlas Verktakar ehf

Kontor auglýsingastofa leitar að viðskiptastjóra
Kontor Auglýsingastofa ehf

Bókari
Fönn

Launaráðgjafi mannauðslausna
Advania