
Sérfræðingur á sviði orkumála
Vilt þú taka þátt í mótun framtíðar Íslands í orkumálum?
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið leitar að öflugum sérfræðingi á sviði orkumála sem hefur brennandi áhuga á að starfa í efstu stjórnsýslu landsins við að móta framtíð orkumála út frá áherslum ríkisstjórnarinnar í málaflokknum.
Um er að ræða fjölbreytt og áhugverð verkefni í orkumálum í lifandi starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, nýsköpun, stafræna þróun og árangursmælingar í nýju skipuriti ráðuneytisins.
Staða sérfræðings í orkumálum er á nýrri skrifstofu umhverfis og orku og felur í sér teymisvinnu með orkuteymi skrifstofunnar auk samvinnu innan ráðuneytisins, við önnur ráðuneyti, stofnanir og ýmsa hagaðila.
Sérfræðingur tekur þátt í stefnumótun, áætlanagerð og sérfræðiráðgjöf á sviði orkumála, þ.m.t. orkuskipta, orkunýtni, hitaveitu- og auðlindamála, nýsköpunarverkefna og alþjóðastarfi í orkumálum. . Starfið felur enn fremur í sér þátttöku í gerð lagafrumvarpa og reglugerða og framkvæmd EES samningsins, afgreiðslu erinda og þátttöku í starfshópum
· Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi (s.s. hagfræði, verkfræði eða önnur raungreinamenntun)
· Þekking og starfsreynsla á sviði orkumála
· Geta til að starfa vel í liðsheild og teymisvinnu
· Mjög góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
· Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
· Mjög góð kunnátta í ensku
· Góð stafræn hæfni er kostur
· Þekking eða reynsla í opinberri stjórnsýslu er kostur
· Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
· Lausnamiðuð hugsun og geta til vinna undir álagi













