Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin

Sérfræðingur í viðskiptagreind

Hefur þú gott vald á greiningu gagna, sterkan skilning á fjármálum og brennandi áhuga á rekstri fyrirtækja. Öryggismiðstöð Íslands leitar að öflugum sérfræðing í viðskiptagreind á fjármálasvið félagsins. Við leitum að lausnarmiðuðum, sjálfstæðum og metnaðarfullum einstakling sem hefur þekkingu á greiningu gagna og framsetningu þeirra fyrir ákvörðunartöku í rekstri fyrirtækja.

Starfið er framtíðarstarf á samhentum, traustum og metnaðarfullum vinnustað.

Helstu verkefni

  • Kostnaðar- og arðsemisgreining

  • Skýrslugjöf og greiningar til stjórnenda

  • Hönnun og þróun á mælaborðum þvert á deildir fyrirtækisins

  • Þróun sjálfvirkra lausna fyrir gagnasöfnun og úrvinnslu

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf í verkfræði, tölvunarfræði, fjármálum eða sambærilegum greinum

  • Þekking í gagnagrunnsforritun

  • Góð færni í Excel

  • Gott vald og þekking á Power BI

  • Geta til að setja fram gögn á skýran hátt

  • Sjálfstæði í vinnubrögðum

  • Brennandi áhugi á rekstri fyrirtækja

Umsóknarfrestur er til 25.05.2025

Umsókn með ferilskrá skal senda inn í gegnum ráðningarvef okkar https://oryggi.umsokn.is/. Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Helgi Ragnarsson Deildarstjóri Fjármála- og rekstrarsviðs, [email protected]

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Vakin er athygli á því að starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar þurfa að skila inn sakavottorði.

Um Öryggismiðstöðina

Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir og þjónustu í öryggis-og velferðartækni, fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Hjá Öryggismiðstöðinni starfar öflugur hópur sérfræðinga sem býr yfir brennandi áhuga, faglegri þekkingu og mikilli reynslu af þjónustu við viðskiptavini. Við leggjum ríka áherslu og metnað í gæði ráðgjafar við val á lausnum. Hornsteinar þjónustu okkar er öflug tækniþjónusta ásamt rekstri vaktmiðstöðvar til móttöku viðvörunarboða og útkallsþjónusta öryggisvarða allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Við leggjum áherslu á vandaða og persónulega þjónustu með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi, forystu, umhyggju og traust.

Auglýsing birt7. maí 2025
Umsóknarfrestur25. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Askalind 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar