

Sérfræðingur í viðskiptagreind
Hefur þú gott vald á greiningu gagna, sterkan skilning á fjármálum og brennandi áhuga á rekstri fyrirtækja. Öryggismiðstöð Íslands leitar að öflugum sérfræðing í viðskiptagreind á fjármálasvið félagsins. Við leitum að lausnarmiðuðum, sjálfstæðum og metnaðarfullum einstakling sem hefur þekkingu á greiningu gagna og framsetningu þeirra fyrir ákvörðunartöku í rekstri fyrirtækja.
Starfið er framtíðarstarf á samhentum, traustum og metnaðarfullum vinnustað.
Helstu verkefni
-
Kostnaðar- og arðsemisgreining
-
Skýrslugjöf og greiningar til stjórnenda
-
Hönnun og þróun á mælaborðum þvert á deildir fyrirtækisins
-
Þróun sjálfvirkra lausna fyrir gagnasöfnun og úrvinnslu
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Háskólapróf í verkfræði, tölvunarfræði, fjármálum eða sambærilegum greinum
-
Þekking í gagnagrunnsforritun
-
Góð færni í Excel
-
Gott vald og þekking á Power BI
-
Geta til að setja fram gögn á skýran hátt
-
Sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Brennandi áhugi á rekstri fyrirtækja
Umsóknarfrestur er til 25.05.2025
Umsókn með ferilskrá skal senda inn í gegnum ráðningarvef okkar https://oryggi.umsokn.is/. Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Helgi Ragnarsson Deildarstjóri Fjármála- og rekstrarsviðs, [email protected]
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Vakin er athygli á því að starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar þurfa að skila inn sakavottorði.
Um Öryggismiðstöðina
Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir og þjónustu í öryggis-og velferðartækni, fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hjá Öryggismiðstöðinni starfar öflugur hópur sérfræðinga sem býr yfir brennandi áhuga, faglegri þekkingu og mikilli reynslu af þjónustu við viðskiptavini. Við leggjum ríka áherslu og metnað í gæði ráðgjafar við val á lausnum. Hornsteinar þjónustu okkar er öflug tækniþjónusta ásamt rekstri vaktmiðstöðvar til móttöku viðvörunarboða og útkallsþjónusta öryggisvarða allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Við leggjum áherslu á vandaða og persónulega þjónustu með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi, forystu, umhyggju og traust.












