

Sérfræðingur í viðhaldsstýringu
VIÐ HÖLDUM LJÓSUNUM Á LANDINU LOGANDI
Við leitum að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi með frumkvæðishugsun til að sjá um áætlunargerð og skipulagningu verkefna sem snúa að rekstri og viðhaldi á flutningskerfi Landsnets. Viðkomandi kemur inn í öflugt teymi eignastýringar sem hefur það sameiginlega markmið að framúrskarandi árangur náist við rekstur flutningskerfisins. Meginstarfsstarfstöð er í Reykjavík en starfsvettvangur um allt land.
Okkar hlutverk er að undirbúa Landsnet fyrir framtíðina – hvort sem það felur í sér nýja tækni, aukinn raforkuflutning, nýja viðskiptavini eða breyttar áherslur í orkumálum. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessari þróun og vinna að verkefnum sem skipta samfélagið máli, gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig!
- Áætlunargerð fyrir eftirliti og viðhaldi á eignum flutningskerfisins
- Undirbúningur verkefna og vikuskipulag vinnuflokka
- Verkefnastjórnun smærri verkefna
- Þátttaka í stöðugum umbótum og uppbygging eignastýringar
Við leitum að liðsfélaga sem er með
- Menntun á sviði rafmagnsiðnfræði, tækni- eða verkfræði
- Reynslu við störf á rafmagnssviði
- Áhuga og reynslu af verkefnastýringu
- Frumkvæði, drifkraft og sjálfstæði í starfi.
- Jákvætt, uppbyggilegt og lausnamiðað viðhorf.
Af hverju að velja Landsnet?
Hjá Landsneti starfar samhentur hópur fólks sem vinnur saman að því að tryggja stöðugan rekstur raforkukerfisins og stuðla að þróun og framtíðarsýn í orkumálum.
Við bjóðum skemmtilegt vinnuumhverfi með aðstöðu til líkamsræktar, frábæru mötuneyti, stöðuga þjálfun og fræðslu til starfsþróunar og tækifæri til að vinna með frábæru fólki að samfélagslega mikilvægum verkefnum!













