
Gagnagrunnssérfræðingur
Eik fasteignafélag leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi með brennandi áhuga á gagnavinnslu og nýsköpun í starf gagnagrunnssérfræðings. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af Microsoft Access og SQL server ásamt því að búa yfir sjálfstæðum vinnubrögðum og góðri samskiptahæfni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun, uppsetning og viðhald gagnagrunna (MS SQL server)
- Þróun og viðhald á gagnagrunnslausnum með viðmóti í Microsoft Access
- Hanna og framkvæma uppfærslur á töflum, fyrirspurnum, skjámyndum og skýrslum
- Samhæfa Access gagnagrunna við önnur Office 365 kerfi og Azure lausnir
- Tryggja að lausnir séu öruggar, áreiðanlegar og í samræmi við verklagsreglur fyrirtækisins
- Leiða umbreytingar úr eldri gagnagrunnskerfum yfir í nútímalegri lausnir
- Skjala gagnagrunnsstrúktúr og þróunarferla
- Veita notendastuðning, þjálfun og ráðgjöf vegna Access forrita
- Koma með tillögur að nýjungum og einföldun gagnaflæðis
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði upplýsingatækni, verkfræði eða skyldra greina
- Reynsla af vinnu með Microsoft Access og MS SQL server er nauðsynleg
- Þekking á samþættingu við Microsoft 365 og Azure er kostur
- Góð hæfni í gagnagreiningu og framsetningu gagna
- Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
- Rík þjónustulund, jákvætt hugarfar og færni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af notendaþjálfun og innleiðingu lausna er kostur
- Mjög góð hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti
Eik fasteignafélag var stofnað árið 2002. Frá stofnun hefur félagið vaxið með áherslu á fjárfestingar í helstu viðskiptakjörnum höfuðborgarinnar og er á meðal stærstu fasteignafélaga landsins. Hlutabréf félagsins eru skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. Félagið býður upp á framúrskarandi starfsaðstöðu og góðan starfsanda. Hjá félaginu starfa 38 starfsmenn með fjölbreytta menntun og reynslu á fasteignamarkaði. Markmið Eikar er að veita viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu og bjóða húsnæðislausnir í takt við mismunandi þarfir. Sú viðleitni grundvallast á gildum félagsins: fagmennsku, frumkvæði, léttleika og áreiðanleika.
Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511 1225.













