
Deildarstjóri handverks- pökkunardeildar
Fjölsmiðjan óskar eftir að ráða deildarstjóra handverks- og pökkunardeildar.
Megin hlutverk Fjölsmiðjunnar er að undirbúa okkar nema fyrir nám og vinnu, nemar okkar eru á aldrinum 16 – 24 ára.
Sjá nánar á fjolsmidjan.is.
Deildarstjóri í handverks- og pökkunardeild ber ábyrgð á daglegri starfsemi hennar og verkefnum. Á deildinni eru unnin ýmis verkefni fyrir einstaklinga/fyrirtæki/stofnanir (t.d. pökkun/ merkingar/hönnun o.s.frv.) sem tengjast sértekjum Fjölsmiðjunnar og möguleikum tengt vinnu, fræðslu og sköpun fyrir okkar nema. Starfsmenn Fjölsmiðjunnar þurfa að sína frumkvæði og hugmyndaauðgi m.a. í verkefnaleit. Um 10 -20 nemar gætu verið á deildinni hverju sinni sem þarf að finna verkefni fyrir. Samstarf er líka á milli deilda ef hugsanlega vantar nema inn á aðrar deildir. Hægt er að bjóða upp á ýmiskonar sköpun á deildinni, tengt m.a. myndlist, glerlist, keramik og vefnaði sem dæmi samhliða vinnuúrræði deildarinnar. Mikilvægt er að sýna vilja til að leita að fjölbreyttum verkefnum sem skapa sértekjur fyrir Fjölsmiðjuna og starfsánægju. Fjölsmiðjan er krefjandi og gefandi vinnustaður. Áhersla er m.a. á mikla hæfni í mannlegum samskiptum og á vellíðan einstaklinga. Fjölsmiðjan reynir að blanda saman vinnu/fræðslu/námi/lífsleikni/sköpun/hreyfingu/ gaman í þeim tilgangi að efla virkni og vellíðan.
Hæfniskröfur:
- Menntun / reynsla sem nýtist í starfi.
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
- Reynsla af vinnu með ungmennum.
- Löngun og hæfni til að auka virkni og vellíðan nema.
- Þolinmæði, drifkraftur, jákvæðni og úrræðagóður.
- Gott vald á íslensku og ensku.
Ráðningartími og starfshlutfall. Upphaf ráðningartíma er eftir samkomulagi.
Um er að ræða 100% starf. Vinnutíminn er frá kl. 8-15.30 alla virka daga nema föstudaga frá kl. 8-13.30. Möguleiki er á sveigjanlegum vinnutíma innan ákveðna marka. Frábært mötuneyti á staðnum.
Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2025. Henni fylgi ferilskrá, kynningarbréf, meðmælabréf, skírteini.
Frekari upplýsingar gefur Sturlaugur Sturlaugsson forstöðumaður, [email protected], sími 5544080/ 8960162.
Heimasíða Fjölsmiðjunnar er www.fjolsmidjan.is. Við erum líka á Facebook sem: Fjölsmiðjan höfuðborgarsvæðinu.
- Ráðgjöf við nemendur
- Stuðningur og eftirfylgni við nema
- Vellíðan og virkni nema
- Verkefnaleit og þjálfun/fræðsla
- Ber ábyrgð á rekstri deildarinnar
- Samskipta- og samstarfshæfni
- Rík þjónustulund, sveigjanleiki og þolinmæði
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Ábyrgð í starfi og stundvísi
- Skipulagshæfileikar
- Reiðubúin/n að takast á við nýjungar og áskoranir
- Hreint sakarvottorð
- Mjög gott mötuneyti á staðnum
- Sveigjanleiki













