Hrafnista
Hrafnista
Hrafnista

Deildarstjóri dagdvalar og þjónustumiðstöðvar - Boðaþing

Hrafnista Boðaþingi óskar eftir að ráða deilldarstjóra dagdeildar og þjónustumiðstöðvar á Hrafnistu við Boðaþing.

Um tímabundið starf er að ræða í u.þ.b. eitt ár.

Deildarstjórinn ber ábyrgð á þjónustu og rekstri dagdvalar annars vegar og hins vegar þjónustu- og félagsmiðstöðvarinnar Boðans. Gestir dagdvalar eru um 30 talsins og fer þar fram öflugt starf þar sem markmiðið er að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins og rjúfa félagslega einangrun hans,. Þjónustu- og félagsmiðstöðin Boðinn er opið úrræði þar sem gestum gefst kostur á að taka þátt í opnu félagsstarfi og þiggja þá fjölbreyttu þjónustu sem Boðinn býður upp á. Þjónustumiðstöðin heldur einnig utan um borðsal Boðans en þar gefst þjónustuþegum kostur á að kaupa sér hádegismat o.fl.

Við leitum að jákvæðum, lausnamiðuðum og drífandi leiðtoga sem hefur áhuga á að veita framúrskarandi og faglega þjónustu til þjónustuþega.

Deildarstjóri er hluti af stjórnendahópi Hrafnistu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun og rekstur dagdvalar og þjónustumiðstöðvarinnar
  • Skipuleggur störf starfsfólks í samræmi við þarfir þjónustuþega
  • Framkvæmd viðburða í samstarfi við starfsfólk og þátttakendur
  • Sér um eftirlit og mat á gæðum veittrar þjónustu
  • Ráðgjöf og fræðsla til íbúa og aðstandenda
  • Þverfagleg teymisvinna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla við að vinna með einstaklingum með heilabilun kostur
  • Frumkvæði og metnaður í starfi
  • Jákvæðni, drifkraftur og faglegur metnaður
  • Reynsla af stjórnun kostur
Fríðindi í starfi
  • Við bjóðum upp á jákvæðan starfsanda, fjölskylduvænt vinnuumhverfi, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.
Auglýsing birt1. apríl 2025
Umsóknarfrestur13. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Boðaþing 5-7 5R, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Stefnumótun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar