
Álftanesskóli
Álftanesskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum eru tæplega 400 nemendur og 75 starfsmenn. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd. Í Álftanesskóla er áhersla lögð á að hver nemandi fái kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína – Allir eru einstakir. Álftanesskóli starfar eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga.

Álftanesskóli óskar eftir umsjónarmanni frístundaheimilis
Álftanesskóli er heildstæður grunnskóli. Í skólanum eru tæplega 400 nemendur og 75 starfsmenn. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd. Einnig er lögð áhersla á að hver nemandi fái kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína - allir eru einstakir. Starfað er eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga.
Í frístundaheimlinu fer fram frístundastarf fyrir nemendur í 1. - 4. bekk skólans að lokinni kennslu. Að jafnaði dvelja tæplega 100 börn daglega. Á Álftanesi er góð samvinna milli frístundaheimilis, skóla, tónlistarskóla og íþróttafélaga. Í Álftanesskóla vinna allir starfsmenn saman samkvæmt stefnu skólans, einkunnarorðum hans og leiðarljósum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning og umsjón með faglegu starfi og daglegum rekstri frístundar
- Samskipti og samstarf við skólann, félög og aðra þá sem bjóða upp á frístundastarf fyrir börn
- Samstarf og samskipti við foreldra og starfsfólk skólans
- Upplýsinga- og kynningarstarf
- Umsjón með starfsmönnum frístundaheimilisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem tengist starfinu, t.d. í tómstundafræðum, leik- eða grunnskólakennslu eða sambærileg menntun
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, frumkvæði og framtakssemi
- Ánægja af því að starfa með börnum
- Almenn tölvukunnátta auk skipulags- og stjórnunarhæfileika
Auglýsing birt28. mars 2025
Umsóknarfrestur14. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Breiðumýri, 225 Breiðumýri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Deildarstjóri í leikskólann Marbakka
Marbakki

Millistjórnandi - Jafningjafræðsla Hins Hússins 2025
Hitt húsið

Þroskaþjálfi - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

Sérkennsla í Blásölum
Leikskólinn Blásalir

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Samfélags- og náttúrufræðikennsla á unglingastigi
Árbæjarskóli

Hönnun og smíði í Árbæjarskóla haustið 2025
Árbæjarskóli

Heilsuleikskólinn Suðurvellir auglýsir eftir kennurum
Sveitarfélagið Vogar

Ert þú í leit að skemmtilegu starfi?
Efstihjalli

Leikskólakennari óskast á Heilsuleikskólann Holtakot
Heilsuleikskólinn Holtakot

Holtakot auglýsir eftir deildastjóra í 100% starf
Garðabær

Snemmtæk íhlutun - HOLT
Leikskólinn Holt