

Við sköpum nýja framtíð í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Heimahjúkrun í Reykjavík leitar að metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi í fjölbreytt og spennandi starf sem gefur kost á sjálfstæðum vinnubrögðum og gefandi teymisvinnu. Lögð er áhersla á sveigjanleika í vinnufyrirkomulagi og starfshlutfall er samkomulag. Við leitum að einstaklingi sem býr yfir hæfni til að byggja upp sterk og jákvæð tengsl og hefur brennandi áhuga á hjúkrun í heimahúsum.
Heimahjúkrun í Reykjavík er hluti af samþættri heimaþjónustu en undir hana fellur, auk heimahjúkrunar, heimastuðningur, endurhæfingarteymi, SELMU teymið og Skjáverið sem veitir fjarþjónustu með fjölbreyttum tæknilausnum.
Markmið okkar er að veita afburða einstaklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu með áherslu á sérhæfð hjúkrunarverkefni, fræðslu, ráðgjöf og meðferð.
Þessa dagana á sér stað mikil þróun og nýsköpun innan heimaþjónustu Reykjavíkurborgar sem stuðlar að betra lífi fyrir notendur þjónustunnar og skapar áhugaverð tækifæri fyrir áhugasamt og metnaðarfullt starfsfólk. Jafnframt leggjum við aukna áherslu á sérhæfingu, teymisvinnu og fjarheimaþjónustu en Reykjavíkurborg er leiðandi í innleiðingu velferðartækni í heimaþjónustu.
Við tökum vel á móti nýjum hjúkrunarfræðingum og leggjum áherslu á að skapa tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að bæta við sig klínískri færni og þekkingu með sí- og endurmenntunar. Frá og með hausti 2025 verður boðið uppá starfsþróunarár í heimahjúkrun fyrir nýja hjúkrunarfræðinga. Af hverju að velja þetta starf?
- Þú verður hluti af framsæknu teymi.
- Starfsumhverfið einkennist af jákvæðni, sveigjanleika og metnaði.
- Þú færð tækifæri til að þróa færni þína og þekkingu í fjölbreyttu og gefandi starfi.
Áhugsömum er sérstaklega bent á nýja kjarasamninga hjúkrunarfræðinga.
- Heilbrigðisþjónusta í heimahúsi í samvinnu við þjónustuþega og fjölskyldur þeirra.
- Mat, framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana og skráning í Sögu.
- Virk þátttaka í teymisvinnu.
- Þátttaka í nýsköpun, þróun og innleiðingu velferðartækni.
- Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og heimahjúkrunar.
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Þekking og reynsla af sjúkraskrárkerfinu SÖGU og RAI mælitækjum æskileg
- Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Sveigjanleiki og lausnarmiðað viðhorf
- Ökuréttindi B
- Íslenskukunnátta á bilinu B2-C2 (samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
- Reynsla af öldrunarhjúkrun er kostur.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Menningarkort Reykjavíkur
- Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
- Stuðnings- og ráðgjafateymi






























