Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi til sumarstarfa í Íbúðarkjana í Grafarvogi

Óskað er eftir öflugum stuðningsfulltrúa til sumarstarfa í íbúðakjarna í Grafarvogi. Um er að ræða dagvaktir, kvöldvaktir, helgarvaktir og næturvaktir. Viðkomandi þarf að geta unnið allar vaktir. Um er að ræða 80%-100% starf. Vegna sérstakra aðstæðna er eingöngu óskað eftir kvenkyns umsækjendum.

Í íbúðakjarnanum búa fimm konur hver í sinni íbúð. Starfsmenn sinna einnig stuðningi til tveggja íbúa sem búa sjálfstætt í húsnæði með stuðningi. Hlutverk stuðningsfulltrúa er að styðja og aðstoða íbúa við athafnir daglegs lífs, mæta þörfum íbúa á einstaklingsmiðaðan hátt.

Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að hvetja og styðja einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð.
  • Að styðja einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við heimilishald og samfélagsþátttöku.
  • Að sinna umönnun og vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoða þá varðandi heilsufarslega þætti eftir þörfum hverju sinni.
  • Að styðja einstaklinga til félagslegrar þátttöku s.s. að rækta félagstengsl, stunda afþreyingu og að sækja menningarviðburði.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi með fötluðum æskileg.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, stundvísi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð íslenskukunnátta B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 20 ára aldri.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing birt16. apríl 2025
Umsóknarfrestur28. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Starengi 118, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar