

Forstöðumaður frístundar Hörðuvallaskóla
Hörðuvallaskóli leitar að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi í starf forstöðumanns frístundar. Um framtíðarstarf er að ræða.
Hörðuvallaskóli var stofnaður árið 2006 og starfar undir einkunnarorðunum „það er gaman í skólanum“. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf með framangreind einkunnarorð að leiðarljósi. Skólinn einkennist af góðum starfsanda og vinalegu viðmóti.
Í frístund skólans, Hörðuheimum, er lögð áhersla á að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni sem byggja að miklu leyti á vali barnanna og mikil áhersla er lögð á að þroska félagslega færni í gegnum leik og starf. Hörðuheimar nota lýðræðislega starfshætti og efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður. Forstöðumaður ber ábyrgð á stjórnun og starfi frístundar í samstarfi við stjórnendur skólans. Nemendur í Hörðuheimum skólaárið 2024- 2025 eru um 180.
- Ber ábyrgð á skipulagi frístundastarfs í samvinnu við aðstoðarforstöðumann
- Hefur umsjón með rekstri frístundar
- Ber ábyrgð á ráðningum og vinnutilhögun starfsmanna í samvinnu við skólastjóra
- Samvinna og samstarf við kennara, foreldra og stjórnendur
- Háskólamenntun á sviði tómstunda-og félagsmálafræða, uppeldis- og menntunafræða eða skyldum greinum
- Reynsla af stjórnun og skipulögðu starfi með börnum
- Hæfni til að skipuleggja faglegt starf og veita því forystu
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Leiðtogahæfni, samskiptahæfni, frumkvæði og sköpunargleði
- Framúrskarandi færni í íslensku bæði í máli og riti.
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.












