
Sumarafleysingar í leikskólanum Teigasel
Leikskólinn Teigasel á Akranesi auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Um er að ræða starf frá maí til ágúst 2025. Leikskólinn er lokaður í fjórar vikur frá 7. júlí til og með 4. ágúst. Vinnutími er eftir nánara samkomulagi.
Í Teigaseli er lögð áhersla á leikinn sem náms og þroskaleið. Leikskólinn er uppeldis- og menntastofnum. Leikskólinn er viðbót við heimilið sem sinnir uppeldislegum þáttum í samvinnu við foreldra. Unnið er í teymum þar sem stærðfræði, flæði, sköpun og útikennsla er áhersluþáttur okkar.
Í Teigaseli starfar hópur af metnaðarfullu starfsfólki og heillandi barnahópur þar sem ríkir góður vinnuandi.
Einkunnarorð leikskólans eru: GLEÐI – EINING - VIRÐING.
Vinna að uppeldi og menntun barna samkvæmt starfslýsingu leiðbeinenda eða leikskólakennara. Starfið er unnið í samvinnu við leikskólakennara, deildarstjóra og skólastjórnendur
- Uppeldismenntun kostur
- Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
- Jákvæðni, lipurð og góð færni í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- 18 ára og eldri
- Hreint sakavottorð












