
Hamrar hjúkrunarheimili
Hamrar hjúkrunarheimili er 33ja rýma hjúkrunarheimili sem er hluti af Eir, Skjóli og Hömrum. Markmið heimilisins er að hjúkra öldruðum og efla sjálfbjargargetu þeirra sem þar búa. Heimilinu er skipt upp í þrjár 11 manna einingar.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !

Hjúkrunarfræðingur á Hömrum
Langar þér að taka þátt í spennandi þróunarverkefni í Mosfellsbæ?
Í boði er laus staða hjúkrunarfræðings á Hömrum vegna Gott að eldast, sem er nýtt samvinnu verkefni Mosfellsbæjar, Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Eir, Skjóls og Hamra hjúkrunarheimila.
Um er að ræða nýja og spennandi stöðu í nýju verkefni fyrir reynslumikinn hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á því að leggja sitt af mörkum við að skapa nýtt úrræði handa eldri borgurum Mosfellsbæjar og Kjós.
Hjúkrunarfræðingar eru lykilaðilar í faglegu og metnaðarfullu starfi þar sem umhyggja, virðing, gleði, öryggi og vellíðan eru leiðarljós í leik og starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn hjúkrun íbúa Hamra, skjólstæðingur heimahjúkrunar Mosfellsbæjar og Kjós
- Skipuleggur og veitir hjúkrunarmeðferðir.
- Samskipti við íbúa, skjólstæðinga og aðstandendur þeirra.
- Hefur eftirlit með gæðum hjúkrunarþjónustunnar.
- Tekur virkan þátt í starfsþróun og gæðastarfi.
- Einstaklingsmiðuð hjúkrun íbúa og skjólstæðinga heimahjúkrunar.
- Þátttaka í þverfaglegu samstarfi og uppsetning þróunarverkefnis Gott að eldast.
- Samskipti við aðstandendur.
- Vinnur við RAI mat, Sögukerfi, Iðunni, Lyfjavaka, Timian, MainManager og eMed.
- Önnur verkefni í samráði við forstöðumann.
Menntunar- og hæfniskröfur
- B.Sc. próf í hjúkrunarfræði og leyfisbréf frá Embætti landlæknis.
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
- Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og góða samskiptafærni.
- Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi.
- Jákvætt viðmót.
Auglýsing birt2. apríl 2025
Umsóknarfrestur16. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Langatangi 2a, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHjúkrunarfræðingurMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Við sköpum nýja framtíð í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur/Ljósmóðir -Ný tækni gegn tíðahvörfum 50%
Útlitslækning

Hjúkrunarfræðingar óskast
Handlæknastöðin

Ráðgjafi VIRK á Egilsstöðum
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Deildarstjóri dagdvalar og þjónustumiðstöðvar - Boðaþing
Hrafnista

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á hjartadeild
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur óskast
Livio Reykjavík

Ertu sérfræðingur í hjúkrun?
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á stofu kjálkaskurðlækna
Breiðaklöpp slf.

Hjúkrunarfræðingur á dagdeild lyflækninga Fossvogi
Landspítali

Hjúkrunarfræðingar á A2 Fossvogi
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarnemi í fjarheilbrigðisþjónustu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið