

Hjúkrunarfræðingur óskast
Langar þig að starfa með okkur þar sem góður starfsandi er til staðar, virðing og samvinna er höfð í fyrirúmi?
Við viljum bæta við okkur hjúkrunarfræðing á Livio Reykjavík. Livio Reykjavík er einkarekið fyrirtæki sem er sérhæft í rannsóknum og meðferðum á ófrjósemi. Við framkvæmum til dæmis tæknisæðingar, glasafrjóvganir og smásjárfrjóvganir. Við vitum að meðferð sem mætir þörfum sjúklinganna og tekur tillit til bæði líkamlegra og sálrænna þátta er forsenda þess að ná besta mögulega árangri.
Livio Reykjavík er rekin af Livio AB sem er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum. Fyrirtækið er samsett af 10 tæknifrjóvgunardeildum í Svíþjóð, Noregi, Dubai og Íslandi með yfir 150 starfsmenn. Fyrirtækið rekur einnig eggja- og sæðisbanka í samstarfi við tæknifrjóvgunardeildirnar.
Livio AB er hluti af IVI RMA samsteypunni sem er leiðandi fyrirtæki í frjósemismeðferðum. IVI RMA rekur 190 frjósemismiðstöðvar víðsvegar um heiminn.
Markmið okkar hjá Livio eru fyrst og fremst að taka á móti og hjálpa fólki sem er að kljást við ófrjósemi. Við viljum veita öllum sem til okkar leita góða og faglega þjónustu sem og persónulegt og hlýlegt viðmót.
Livio er að leita að starfsmanni til að sinna fjölbreyttum verkefnum í þverfaglegu teymi í 100% starfi sem unnið er frá kl. 8 - 16 á virkum dögum.
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Íslenskukunnátta
- Vinnan okkar er teymisvinna og því er mjög mikilvægt að þú hafir mjög góða samskiptahæfileika og njótir þess að vinna með öðrum
- Fyrir þér eru gæðastarf og nákvæmni sjálfsagðir hlutir og þú ræður við að vinna skilvirkt og af yfirvegun á álagstoppum
- Þú hefur ríka ábyrjðartilfinningu, þjónustulund og metnað til að sinna markmiðum deildarinnar um stöðugar framfarir í þágu skjólstæðinganna













