VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Atvinnulífstengill

VIRK leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf atvinnulífstengils á skrifstofu VIRK í Reykjavík. Um er að ræða mjög krefjandi, fjölbreytt en jafnframt gefandi starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Æskilegt er að umsækjandi hafi góða þekkingu á atvinnulífi og fjölbreytta reynslu. Skilyrði er góð íslenskukunnátta.

Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mynda sambönd við og heimsækja fyrirtæki og stofnanir í þeim tilgangi að finna viðeigandi störf fyrir einstaklinga í starfsendurhæfingu
  • Ráðgjöf vegna einstaklinga í þjónustu og aðstoð við atvinnuleit
  • Samstarf við þverfagleg teymi og öflun og miðlun upplýsinga
  • Framfylgja verkferlum, annast skráningu og skýrslugerð
  • Veita fyrirtækjum sem ráða til sín einstaklinga í starfsendurhæfingu stuðning og samþætta þannig starfendurhæfingarferlið við atvinnuþátttöku
  • Umbóta- og þróunarstarf
Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Hagnýt starfsreynsla og mjög góð þekking á vinnumarkaði

Metnaður, frumkvæði og fagmennska

Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Ástríða fyrir því að starfa úti í samfélaginu og vera á ferðinni

Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund

Félagslyndi, frumkvæði og jákvætt viðmót

Þekking á IPS hugmyndafræðinni er kostur

Gott vald á íslensku og ensku ásamt góðri tölvukunnáttu

Auglýsing birt31. mars 2025
Umsóknarfrestur10. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar