

Sérfræðingur í mannauðsmálum
Við leitum að metnaðarfullum sérfræðingi í mannauðsmálum til þess að taka virkan þátt í að þróa áfram, innleiða og fylgja eftir mannauðsstefnu Coca-Cola á íslandi. Viðkomandi fær tækifæri til að hafa áhrif og taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á mannauðssviði í góðu samstarfi við samstarfsfólk hérlendis og erlendis hjá CCEP og heyrir undir framkvæmdastjóra mannauðs.
Helstu verkefni:
- Stuðningur og ráðgjöf við starfsfólk og stjórnendur í mannauðsmálum
- Ráðningar og móttaka nýliða
- Utanumhald um fræðslu, upplýsingagjöf og skýrslur
- Umsjón með mannauðskerfum
- Vinnustaðargreiningar
- Þróun jákvæðrar vinnustaðarmenningar, jafnréttis- og velferðarmála
- Innri markaðssetning, umsjón með viðburðum og kynningarmálum
Hæfniskröfur:
- Brennandi áhugi á því að byggja upp og hlúa að jákvæðri vinnustaðamenningu
- Haldbær reynsla af starfi í mannauðsmálum, s.s. ráðningum, stuðningi við stjórnendur og fræðslu
- Reynsla af innri markaðssetningu, kynningarmálum og/eða upplýsingagjöf er mikill kostur
- Reynsla úr alþjóðlegu umhverfi er kostur
- Góð hæfni í að til að tileinka sér nýja tækni og miðla áfram til annarra
- Enskukunnátta í ræðu og riti er nauðsynleg
- Háskólamenntun í mannauðsstjórnun eða sambærilegt
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Leiðtogahæfileikar, sjálfstæði og frumkvæði eru nauðsynleg
Umsóknarfrestur er til og með 6.apríl 2025
Upplýsingar um starfið veitir Andrea Lilja Ottósdóttir framkvæmdastjóri mannauðs [email protected].
ATH: Einungis er tekið á móti umsóknum í gegnum umsóknarvef.
Coca-Cola er meðal stærstu og þekktustu alþjóðlegu vörumerkja í heiminum og er neytt daglega af milljörðum fólks um allan heim. Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með yfir 80 ára sögu í íslensku samfélagi.
Við bjóðum upp á spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti og vellíðan starfsfólks.
Öll sem uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvött til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun.

