
Borealis Data Center ehf.
Borealis Data Center is a leading provider of sustainable, high-performance computing infrastructure, operating in Iceland and Finland. Our data centers leverage 100% renewable energy and cool Nordic climates to deliver cost-efficient, carbon-conscious colocation solutions for AI, HPC, and enterprise customers. With a customer-focused approach, we prioritize efficiency, scalability, and operational excellence, enabling businesses to power the future of computing while reducing their environmental impact.
Mannauðsfulltrúi / HR Manager
Borealis Data Center leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi, með brennandi áhuga á mannauðsmálum, til að leiða og þróa mannauðsmál félagsins. Um nýja stöðu er að ræða sem býður uppá spennandi tækifæri er til að móta starfið og áherslurnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróa og innleiða stefnu og verklagsreglur í mannauðsmálum
- Skilgreina og bæta mannauðsferla í takt við markmið fyrirtækisins.
- Umsjón með upplýsingakerfum tengdum mannauðsmálum.
- Skipuleggja og stýra ráðningarferli, frá auglýsingum til viðtala og starfsmannavals.
- Þróa og innleiða markvissa aðlögun nýrra starfsmanna.
- Stuðla að jákvæðri og hvetjandi vinnustaðamenningu sem laðar að og heldur í hæfileikaríkt starfsfólk.
- Veita stjórnendum og starfsfólki ráðgjöf í mannauðsmálum.
- Hafa umsjón með launamálum og vinna náið með fjármálastjóra og forstjóra.
- Greina þjálfunarþarfir og innleiða þróunaráætlanir fyrir starfsfólk.
- Tryggja að starfsemi fyrirtækisins sé í samræmi við vinnulöggjöf á Íslandi og í Finnlandi.
- Hafa eftirlit með vinnuvernd og velferð starfsmanna í samstarfi við stjórnendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af mannauðsmálum.
- Reynsla af uppbyggingu og innleiðingu mannauðsferla og stefnumótunar.
- Mjög góð skipulagshæfni og geta til að sinna fjölbreyttum verkefnum.
- Tæknilæsi og færni í notkun hugbúnaðar sem stuðlar að skilvirkni í mannauðsmálum.
- Öflug samskiptahæfni og hæfni til að byggja traust við starfsfólk og stjórnendur.
- Reynsla af alþjóðlegu vinnuumhverfi er kostur.
- Færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
Auglýsing birt21. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannauðsstjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar