Borealis Data Center ehf.
Borealis Data Center ehf.

Mannauðsfulltrúi / HR Manager

Borealis Data Center leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi, með brennandi áhuga á mannauðsmálum, til að leiða og þróa mannauðsmál félagsins. Um nýja stöðu er að ræða sem býður uppá spennandi tækifæri er til að móta starfið og áherslurnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróa og innleiða stefnu og verklagsreglur í mannauðsmálum
  • Skilgreina og bæta mannauðsferla í takt við markmið fyrirtækisins.
  • Umsjón með upplýsingakerfum tengdum mannauðsmálum.
  • Skipuleggja og stýra ráðningarferli, frá auglýsingum til viðtala og starfsmannavals.
  • Þróa og innleiða markvissa aðlögun nýrra starfsmanna.
  • Stuðla að jákvæðri og hvetjandi vinnustaðamenningu sem laðar að og heldur í hæfileikaríkt starfsfólk.
  • Veita stjórnendum og starfsfólki ráðgjöf í mannauðsmálum.
  • Hafa umsjón með launamálum og vinna náið með fjármálastjóra og forstjóra.
  • Greina þjálfunarþarfir og innleiða þróunaráætlanir fyrir starfsfólk.
  • Tryggja að starfsemi fyrirtækisins sé í samræmi við vinnulöggjöf á Íslandi og í Finnlandi.
  • Hafa eftirlit með vinnuvernd og velferð starfsmanna í samstarfi við stjórnendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af mannauðsmálum.
  • Reynsla af uppbyggingu og innleiðingu mannauðsferla og stefnumótunar.
  • Mjög góð skipulagshæfni og geta til að sinna fjölbreyttum verkefnum.
  • Tæknilæsi og færni í notkun hugbúnaðar sem stuðlar að skilvirkni í mannauðsmálum.
  • Öflug samskiptahæfni og hæfni til að byggja traust við starfsfólk og stjórnendur.
  • Reynsla af alþjóðlegu vinnuumhverfi er kostur.
  • Færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
Auglýsing birt21. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannauðsstjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar