Lyfja
Lyfja
Lyfja

Mannauðssérfræðingur

Við leitum að drífandi liðsfélaga sem brennur fyrir mannauð, menningu og stemningu í mannauðsteymi Lyfju.

Lyfjuliðið er fjölbreyttur hópur sérþjálfaðs starfsfólks sem á það sameiginlegt að vera umhugað um þitt heilbrigði og vellíðan. Við erum í kringum 400 manns og á 45 staðsetningum um allt land. Við vinnum að því markmiði að lengja líf og auka lífsgæði.

Mannauðsteymið hefur víðtækan snertiflöt og leggur kapp á að veita framúrskarandi þjónustu og styðja við menningu sem skapar ánægju og árangur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á ráðningarferli Lyfju, koma að endurhönnun og innleiðingu með upplifun umsækjanda og árangur að leiðarljósi
  • Móta, innleiða og viðhalda magnaðri móttöku nýliða og tryggja stöðugar umbætur í ferlinu
  • Umsjón með fræðslu- og starfsþróunarmálum sem styðja við vöxt og eflingu starfsfólks
  • Þátttaka í mannauðsverkefnum sem styðja við stefnu og vegferð Lyfju – með skýrum markmiðum og mælikvörðum
  • Bregðast hratt og lausnamiðað við þörfum sem koma upp í daglegum rekstri
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Marktæk reynsla af mannauðsmálum
  • Góð hæfni í samskiptum með lausnamiðaða, jákvæða og faglega nálgun að leiðarljósi
  • Gagnaglöggvun og greiningarhæfni, excel, ferlar og flæði
  • Skipulögð og markviss vinnubrögð og færni í að miðla framvindu verkefna á skýran hátt
  • Aðlögunarhæfni og metnaður til að sinna mörgum verkefnum samhliða án þess að missa sjónar á heildarmyndinni
  • Gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing birt27. mars 2025
Umsóknarfrestur6. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar