
Lyfja
Lyfja er eitt elsta einkarekna apótek landsins en fyrirtækið hóf starfsemi sína með opnun Lyfju Lágmúla 1996. Í dag rekur Lyfja rúmlega 40 apótek og útibú um allt land.
Hjá Lyfju starfa í kringum 430 starfsmenn sem eiga það sameiginlegt að vera umhugað um þína vellíðan. Við erum með ólíkan bakrunn og menntun s.s. lyfjafræðingar, lyfjatæknar, förðunarfræðingar, snyrtifræðingar, hjúkrunarfræðingar og viðskiptafræðingar. Meðalaldur starfsfólk er 40 ár og meðalstarfsaldur er rúm 5 ár.
Fagmennska skiptir okkur öllu máli og því er öflugt fræðslustarf fyrir starfsmenn til að auka þekkingu og færni. Það skiptir okkur máli að starfsmenn Lyfju fái að þróast og vaxa hjá okkur.
Haustið 2015 fékk Lyfja jafnlaunavottun VR og í febrúar 2018 fékk Lyfja síðan jafnlaunavottun Velfarnaðarráðuneytisins og var á meðal 20 fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að öðlast þá vottun.

Mannauðssérfræðingur
Við leitum að drífandi liðsfélaga sem brennur fyrir mannauð, menningu og stemningu í mannauðsteymi Lyfju.
Lyfjuliðið er fjölbreyttur hópur sérþjálfaðs starfsfólks sem á það sameiginlegt að vera umhugað um þitt heilbrigði og vellíðan. Við erum í kringum 400 manns og á 45 staðsetningum um allt land. Við vinnum að því markmiði að lengja líf og auka lífsgæði.
Mannauðsteymið hefur víðtækan snertiflöt og leggur kapp á að veita framúrskarandi þjónustu og styðja við menningu sem skapar ánægju og árangur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á ráðningarferli Lyfju, koma að endurhönnun og innleiðingu með upplifun umsækjanda og árangur að leiðarljósi
- Móta, innleiða og viðhalda magnaðri móttöku nýliða og tryggja stöðugar umbætur í ferlinu
- Umsjón með fræðslu- og starfsþróunarmálum sem styðja við vöxt og eflingu starfsfólks
- Þátttaka í mannauðsverkefnum sem styðja við stefnu og vegferð Lyfju – með skýrum markmiðum og mælikvörðum
- Bregðast hratt og lausnamiðað við þörfum sem koma upp í daglegum rekstri
Menntunar- og hæfniskröfur
- Marktæk reynsla af mannauðsmálum
- Góð hæfni í samskiptum með lausnamiðaða, jákvæða og faglega nálgun að leiðarljósi
- Gagnaglöggvun og greiningarhæfni, excel, ferlar og flæði
- Skipulögð og markviss vinnubrögð og færni í að miðla framvindu verkefna á skýran hátt
- Aðlögunarhæfni og metnaður til að sinna mörgum verkefnum samhliða án þess að missa sjónar á heildarmyndinni
- Gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing birt27. mars 2025
Umsóknarfrestur6. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (8)

Lyfja Sauðárkróki - Sala og þjónusta, framtíðarstarf
Lyfja

Lyfjaútibú Blönduós - Sala og þjónusta, sumarstarf
Lyfja

Lyfja Ísafirði, Sala og þjónusta, framtíðarstarf
Lyfja

Getur þú tekið vaktina í sumar í Lyfju Ísafirði
Lyfja

Lyfja Nýbýlavegi- sala og þjónusta, framtíðarstarf
Lyfja

Lyfja Húsavík - sumarstarf í afgreiðslu
Lyfja

Getur þú tekið vaktina í sumar í Lyfju Hafnarstræti?
Lyfja

Lyfja Egilsstöðum - Lyfjafræðingur
Lyfja
Sambærileg störf (6)