

Lyfja Húsavík - sumarstarf í afgreiðslu
Getur þú aðstoðað í sumar?
Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum starfsmanni með ríka þjónustulund í sölu- og afgreiðslustarf í sumar í Lyfju Húsavík.
Starfið felst í ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra.
Helstu verkefni
• Almenn afgreiðslustörf
• Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum
• Afgreiðsla á kassa
• Afhending lyfja gegn lyfseðli
• Afgreiðsla á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra
Hæfniskröfur
• Rík þjónustulund
• Áhugi á mannlegum samskiptum
• Jákvæðni og gott viðmót
• Geta til að starfa undir álagi
• Reynsla af verslunarstörfum er æskileg
• Reynsla af störfum í apóteki er kostur
• Allir umsækjendur þurfa að hafa ágæta íslensku- og enskukunnáttu og vera að minnsta kosti 18 ára.
Vinnutími 10-18 virka daga. Einhverjir laugardagar einnig möguleiki en þá er unnið frá 10-14.
Nánari upplýsingar gefur írena Ásgeirsdóttir lyfsali Lyfju Húsavík, Í[email protected], sími 866-2933
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. eru karlar jafnt sem konur hvattir til þess að sækja um störf hjá fyrirtækinu.













