

Starfsmaður á afgreiðslukassa - BYKO Breidd
Við hjá BYKO erum að leita að öflugu starfsfólki til liðs við okkur á afgreiðslukassa í verslun BYKO í Breiddinni. Ef þú ert framsækinn og faglegur starfsmaður með gleðina í fyrirrúmi þá erum við að leita að þér.
Unnið er alla virka daga og rúllar vaktir á þriggja vikna fresti. Þær eru eftirfarandi:
1. Frá kl 8:00-16:00
2. Frá kl. 09:15-17:30
3. Frá kl. 10:15-18:30
Við leitum að starfsmanni með:
- Ríka þjónustulund
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Áhuga á verslun og þjónustu
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Afgreiðsla á kassa
- Önnur tilfallandi verkefni
Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum og á öllum aldri til að sækja um.
BYKO hefur sett sér þá framtíðarsýn að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavina í framkvæmdum og fegrun heimilisins. Í þeirri vinnu höfum við gildin okkar að leiðarljósi; fagmennska, framsækni og gleði.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
Umsóknarfrestur er til og með 26. mars en unnið verður úr umsóknum jafnóðum.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Kristín Svansdóttir, ([email protected]) skrifstofustjóri.












