

Löglærður fulltrúi
Lögmannsstofan Valdimarsson óskar eftir að ráða öflugan lögfræðing til liðs við metnaðarfullan hóp starfsmanna. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í nýju og nútímalegu starfsumhverfi.
Verkefni stofunnar fela í sér mörg tækifæri til að efla þekkingu á ólíkum málaflokkum og öðlast viðamikla reynslu í til að mynda lögfræðilegri ráðgjöf og undirbúningi málflutnings.
Um er að ræða fullt starf og er kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Svavar Daðason lögmaður en hægt er að senda honum fyrirspurnir á netfangið [email protected]
- Lögfræðiráðgjöf
- Undirbúningur málflutnings
- Mætingar hjá dómstólum og stofnunum
- Skjalagerð
- Aðstoð við stjórnsýslumál
- Meistara- eða embættispróf í lögfræði
- Málflutningsréttindi eru kostur en ekki skilyrði
- Starfsreynsla sem nýtist í starfi er skilyrði
- Hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna undir álagi
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Færni að koma á framfæri lögfræðilegum texta með skýrum og hnitmiðuðum hætti
- Mjög góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti













