Svæðisstöðvar íþróttahéraða
Svæðisstöðvar íþróttahéraða
Svæðisstöðvar íþróttahéraða

Svæðisfulltrúi á Vestfjörðum

Hefur þú brennandi áhuga á íþróttum og lýðheilsu og vilt hafa jákvæð áhrif á þitt nærumhverfi? Þrífst þú vel í síbreytilegu vinnuumhverfi og vinnur vel með öðrum? Ef svarið er já erum við með spennandi starf fyrir þig!

ÍSÍ og UMFÍ leitar að hæfileikaríkum og metnaðarfullum einstaklingum með brennandi áhuga á íþróttastarfi á Íslandi til að taka þátt í að byggja upp öflugt starf íþróttahéraða á öllu landinu.

Sem starfsmaður svæðastöðva munt þú taka þátt í að skapa tækifæri og þróa árangursríkt íþróttaumhverfi fyrir börn - og ungmenni. Þú munt fá tækifæri til að vinna að fjölbreyttum verkefnum sem miða að því að hámarka tækifæri barna - og ungmenna til íþróttaiðkunar. Starfsemi svæðastöðva byggir á teymishugsun þar sem samvinna, fagmennska og framsækni í sterkri liðsheild er grundvallaratriði.

Tveir starfsmenn starfa á hverri starfsstöð eða sextán um allt land og vinna þeir saman í teymi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni svæðastöðva

  • Samstarf, samskipti og stuðningur við íþróttahéruð og aðildarfélög.
  • Samstarf og samskipti við opinbera aðila varðandi stuðning og þjónustu íþróttafélaga um allt land.
  • Vinnsla verkefna sem tengjast aukinni þátttöku barna í íþróttum og farsæld.
  • Verkefnisstjórnun og vinna að nýsköpunarverkefnum. 
  • Móta skipulag og eftirfylgni tengt fræðslumálum íþróttahéraða.
  • Fræðsla og kynning til íþróttahéraða og aðildarfélaga í ýmsum málum. 
  • Samræming málaflokka, stjórnarhátta, verkferla, öryggis- og viðbragðsáætlana. 
  • Koma upp og viðhalda leiðbeiningum og viðmiðum fyrir stjórnun íþróttahéraða og stjórnendur íþróttafélaga.
  • Yfirlit og eftirfylgni með lögbundnum skyldum íþróttahéraða og aðildarfélaga.
  • Umsjón og þátttaka í samráði og á samræmingarfundum.
Menntunar- og hæfniskröfur

 

  • Leitað er að hæfileikaríkum einstaklingum með fjölbreytta þekkingu til að gegna ofangreindum verkefnum.
  • Reynsla og þekking af starfi innan íþróttahreyfingarinnar er kostur.
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og samstarfi við sveitarfélög er kostur.
  • Styrkleiki og reynsla á eftirfarandi sviðum er kostur: 
  • verkefnastjórnun
  • mótun ferla
  • fræðsla og miðlun upplýsinga
  • teymisvinna

 

Til viðbótar er mikilvægt að umsækjendur búi yfir frumkvæði, séu sjálfstæðir, geti unnið í teymi, miðlað upplýsingum munnlega og skriflega, unnið skipulega, haft góða samskiptahæfileika og getu til að ná árangri í mjög fjölbreyttu umhverfi.

 

Umsækjendur þurfa að sjálfsögðu að hafa hreint sakavottorð í samræmi við ákvæði í íþróttalögum.

Auglýsing birt1. apríl 2025
Umsóknarfrestur15. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar