
Hekla
Hekla sérhæfir sig i sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bílum frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Allt eru þetta framleiðendur sem þekktir eru um allan heim fyrir framúrskarandi gæði og áreiðanleika.
Hjá okkur starfar samstilltur hópur reyndra og þjónustulipra starfsmanna sem hafa það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf. Öflug liðsheild einkennir fyrirtækið sem hefur undanfarin ár verið leiðandi í sölu og viðhaldi á vistvænum bílum.
Við bjóðum upp á alhliða bifreiðaþjónustu og búum yfir einu best búna bifreiðaverkstæði landsins þar sem starfa þrautþjálfaðir bifvélavirkjar.
Hekla er staðsett við Laugaveg 174 í Reykjavík en Hekla Notaðir Bílar eru á Kletthálsi 13 en þar er að finna mikið úrval nýlegra og notaðra bíla.
Þjónusta og sala Heklu snýst um þig.

Er bókhald þitt fag?
Við leitum að öflugum liðsfélaga til að starfa með okkur á fjármálasviði í bókhaldi og almennum skrifstofustörfum
Um er að ræða 100% starf
Hvetjum öll kyn til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að taka á móti reikningum og senda í samþykktarferli
- Að stemma af skuldastöðu úr fjárhagsbókhaldi við yfirlit frá birgjum
- Að bóka reikninga á viðskiptavini/lánardrottna og innborganir frá þeim
- Almennar færslur í fjárhagsbókhaldi
- Almenn skrifstofustörf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af starfi í bókhaldi (3 ár eða lengri)
- Stúdentspróf er æskilegt
- Almenn þekking á viðskiptamanna- og lánardrottnabókhaldi/kostnaðarbókhaldi, og fjárhagsbókhaldi
- Almenn þekking á virðisaukaskatti
- Tölvukunnátta, sérstaklega Excel kunnátta
- Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Góð samskiptarhæfni og jákvætt viðhorf
- kostur að vera viðurkenndur bókari
Fríðindi í starfi
Hjá Heklu starfar samhentur hópur fólks. Við bjóðum upp á gott mötuneyti, íþróttastyrkur er í boði fyrir fastráðið starfsfólk ásamt árlegum heilsufarsmælingum. Starfsfólk nýtur afsláttarkjara á vörum og þjónustu fyrirtækisins.
Auglýsing birt20. mars 2025
Umsóknarfrestur11. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Laugavegur 174A, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSamviskusemiStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Símsvörun - þjónustuver
Teitur

Verkefnisstjóri doktorsnáms
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Liðsmaður í bókhaldsdeild
Iceland ProServices

Launafulltrúi
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Við leitum að Þjónusturáðgjafa!
FYRR bílaverkstæði

Verkstjóri Meindýraeftirlits
Varnir og Eftirlit

Sérfræðingur í flugöryggi
Samgöngustofa

Rekstrarstjóri
Fjallsárlón ehf.

Aðstoðarmaður lögmanna
Bótaréttur ehf

Birtingastjóri
Billboard og Buzz

Fjölhæfur skrifstofustjóri
Ísbor ehf

Forstöðumaður bókasafns / skjalavarsla
Hrunamannahreppur