
Landsmennt auglýsir eftir starfsmanni
Fræðslusjóðurinn Landsmennt leitar að starfsmanni í 50% starf á skrifstofu sjóðsins að Guðrúnartúni 1 í Reykjavík. Um er að ræða lifandi, krefjandi og skemmtilegt starf. Leitað er að sjálfstæðum og þjónustulunduðum einstaklingi.
Starfið felst í almennum skrifstofustörfum, móttaka og afgreiðsla umsókna í sjóðinn, kalla eftir gögnum, skrá styrki auk annarra tilfallandi verkefna.
Gerð er krafa um menntun sem nýtist í starfi og reynsla af skrifstofustörfum er kostur. Góð almenn tölvukunnátta og góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku.
Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 16 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands.
Helstu verkefni Landsmenntar eru að sinna stuðningsverkefnum og þróunar-og hvatningaraðgerðum í starfsmenntun. Sjóðnum er ætlað að styrkja rekstur námskeiða og stuðla að nýjungum í námsefnisgerð ásamt því að veita félagsmönnum stéttarfélaga og fyrirtækja sem koma að Landsmennt beina styrki vegna sí-og endurmenntunar. Þá þjónustar sjóðurinn, Ríkismennt, Sveitamennt og Sjómennt sem gegna sambærilegu hlutverki og Landsmennt. Á skrifstofu Landsmenntar starfa tveir starfsmenn.
Umsókn skal fylgja kynningarbréf og ferilskrá.
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2025.
Kostur er ef umsækjandi getur hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Frekari upplýsingar gefur Solveig Ólöf Magnúsdóttir forstöðumaður Landsmenntar; [email protected], S: 599-1450













