
Stilling
Stilling hf. var stofnuð 17. oktober 1960 sem sérhæft hemlaverkstæði. Stofnendur ásamt Bjarna Júlíussyni voru Þórður Júlíusson verkfræðingur sem átti upphaflega hugmynd að fyrirtækinu, Magnús Baldvinsson kenndur við í MEBA, Óskar Ólafsson vélstjóri og Benedikt Magnússyni kenndur við BM Vallá. Í dag er fyrirtækið leiðandi í sölu á varahlutum og aukahlutum í bíla. Stilling rekur fimm öflugar verslanir víðsvegar um landið en einnig er fyrirtækið með sérstakan gagnagrunn sem verslanir og bílaumboð geta pantað úr á heimasíðu Stillingar hf.
Stilling er eitt elsta varahlutafyrirtæki á Íslandi í dag.
Stilling er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu.
Stilling kappkostar að veita viðskiptavinum sínum um land allt vandaða og góða þjónustu. Fyrirtækið er með verslanir í Reykjavík, Hafnarfirði, Selfossi og á Akureyri. Þá er hægt að panta vörur úr gagnagrunni okkar af heimasíðunni Partanet.is Gagnagrunnurinn inniheldur vörur frá yfir 400 framleiðendum sem gerir viðskiptavinum kleift að finna réttan varahlut á auðveldan hátt. Pöntun á vöru er einstaklega auðveld, viðskiptavinurinn slær inn skráningarúmer bifreiðarinnar og finnur þá gagnagrunnurinn þann varahlut sem passar fullkomlega.

Hefur þú þekkingu og áhuga á bílum?
Við leitum að öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við frábært teymi okkar í þjónustuveri Stillingar á Kletthálsi 5.
Vinnutími er frá kl: 8-17 virka daga
Hvetjum öll kyn til að sækja um
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tryggja viðskiptavinum okkar bestu mögulega þjónustu og afgreiðslu
- Símsvörun og samskipti í gegnum tölvupóst
- Afgreiðsla fyrirspurna og almenn þjónusta við viðskiptavini
- Skráning og eftirfylgni pantana
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi samskiptarhæfni og þjónustulund
- Þekking og/eða áhugi á bílum og varahlutum
- Gott vald á íslenskri tungu og geta skrifað málfræðilega réttan texta.
- Góð enskukunnátta
- Góð tölvukunnátta
- Reynsla af afgreiðslu á varahlutum eða reynsla í bifvélavirkjun kostur.
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
Auglýsing birt7. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Klettháls 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFljót/ur að læraJákvæðniMannleg samskiptiSamskipti í símaViðskiptasamböndÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Innheimtufulltrúi í búvörudeild SS - 50% starf
SS - Sláturfélag Suðurlands

Sérfræðistörf á Álagningarsviði
Skatturinn

Starfsmaður óskast í lestun og skjalagerð
Seafood Service

Verkefnastjóri á hjúkrunardeild
Hrafnista

Móttökuritari
Tryggingar og ráðgjöf ehf.

Forstöðumaður bókasafns / skjalavarsla
Hrunamannahreppur

Hlutastarf á Hvolsvelli - Helgarvinna - Part-time job
LAVA Centre

Sumarstarf á Hvolsvelli - Summerjob
LAVA Centre

Bókari
Landhelgisgæsla Íslands

Verkefnisstjóri doktorsnáms
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Desk officer
Konvin Car Rental

Launafulltrúi
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)