Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar

Forstöðumaður í búsetukjarna hjá Mosfellsbæ

Mosfellsbær óskar eftir að ráða öflugan, lausnamiðaðan og framsækin einstakling til að leiða starf í búsetukjarna fyrir fatlað fólk með hegðunarvanda. Búsetukjarninn var opnaður síðastliðið haust í nýju raðhúsi í Helgafellshverfinu og búa þar fimm einstaklingar.

Forstöðumaður ber ábyrgð á rekstri búsetukjarnans, starfsmannahaldi, innra skipulagi, faglegu starfi, vaktaskýrslugerð o.fl.

Forstöðumaður vinnur eftir lögum og reglugerðum í þjónustu við fatlað fólk og stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum. Búsetukjarninn veitir íbúum einstaklingsmiðaða þjónustu og leggur áherslu á að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum. Forstöðumaður leggur sig fram við að skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum til aukningar velferðar fyrir íbúana.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsfólks í daglegu lífi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Utanumhald um rekstur og starfsmannamál
  • Launavinnsla
  • Skipuleggja faglegt starf
  • Stýra innra starfi og bera ábyrgð á veittri þjónustu
  • Samskipti við lykilaðila, s.s íbúa, aðstandendur, fagaðila og aðra hagaðila
  • Ber ábyrgð á að starfsmenn vinni eftir hugmyndafræði Mosfellsbæjar í málaflokki fatlaðs fólks, stuðli að valdeflingu íbúa og veiti þeim góða þjónustu í samræmi við lög, reglur og alþjóðlegar skuldbindingar sem um starfssemina gilda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi er skilyrði
  • Reynsla af og metnaður fyrir starfi með fötluðu fólki
  • Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
  • Haldgóð reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi
  • Þekking á hugmyndafræði sjálfstæðs lífs, þjónandi leiðsagnar og valdeflingar
  • Þekking á vaktavinnukerfi og/eða vaktavinnugerð, bókhaldskerfi og ráðningarkerfi eru kostur
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Mikil hæfni í samskiptum og leiðtogahæfileikar
  • Mjög góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt26. mars 2025
Umsóknarfrestur13. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Dynamics NAVPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.RáðningarPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StarfsmannahaldPathCreated with Sketch.Vaktaskipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar