

Löglærður fulltrúi
Lögfræðistofa Reykjavíkur leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að taka þátt í mikilvægum verkefnum stofunnar með skemmtilegum hópi lögmanna og starfsfólks.
Fjölbreyttur hópur lögmanna á stofunni sem sérhæfir sig í ólíkum málaflokkum og verkefnum felur í sér mörg tækifæri fyrir umsækjanda til þess að bæta við sig þekkingu og reynslu.
· Lögfræðileg ráðgjöf
· Undirbúningur málflutnings
· Skjalagerð
· Mætingar hjá dómstólum og stofnunum
· Rekstur stjórnsýslumála
· Meistara- eða embættispróf í lögfræði, málflutningsréttindi eru kostur en ekki skilyrði
· Geta til að vinna sjálfstætt að greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna
· Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi.
· Skipulögð og öguð vinnubrögð.
· Gott vald á íslensku og ensku ásamt færni til að tjá sig í ræðu og riti
· Góð færni í mannlegum samskiptum













