

Aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Kara Connect
Við hjá Kara Connect leitum að skipulögðum og drífandi einstaklingi í hlutverk aðstoðarmanns framkvæmdastjóra. Hlutverkið er fjölbreytt og krefjandi – þar sem þú verður lykilaðili í því að tryggja skilvirkni, yfirsýn og samhæfingu í starfi framkvæmdastjóra og söluteymisins.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir lausnamiðaðan einstakling með hæfileika til að sjá heildarmyndina, halda utan um verkefni og hafa áhrif á framgang fyrirtækisins á mikilvægu vaxtarskeiði.
Helstu verkefni og ábyrgð:
-
Stuðningur við sölu: Bókun sölufunda fyrir framkvæmdastjóra, forgangsröðun tölvupósta og eftirfylgni með söluleiðum.
-
Hagræðing ferla: Straumlínulaga sölu- og markaðsferla til að bæta vinnuflæði og auka skilvirkni.
-
Stjórnun HubSpot CRM: Skipulag og viðhald gagna ásamt skýrslugerð og yfirsýn yfir samninga, tengiliði og samskipti.
-
Forgangsröðun og skipulagning: Hafa góða yfirsýn yfir verkefni til að tryggja skýran fókus, sýnileika brýnna verkefna og koma í veg fyrir flöskuhálsa.
-
Aðstoð við ólík markaðsmál: Stuðningur við gerð efnis, sölukynninga og annarra markaðsefna sem tengjast starfi framkvæmdastjóra.
Menntunar og hæfnikröfur
-
Menntun sem nýtist í starfi
-
Reynsla af sölutengdri vinnu og/eða stuðningi við stjórnendur
-
Frumkvæði, skipulagshæfni og hæfni í samskiptum
-
Mjög góð hæfni í ensku, bæði rituðu og töluðu máli
Af hverju Kara Connect?
Hjá Kara Connect færðu tækifæri til að vinna í metnaðarfullu teymi sem leggur áherslu á heilbrigðan vinnukúltúr, sveigjanleika og lausnir sem skipta máli. Við erum á spennandi vaxtarbraut og leitum að einstaklingi sem vill vaxa með okkur.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Björk Einarsdóttir [email protected]













