
Embla Medical | Össur
Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 og er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur. Markmið okkar er að bæta hreyfanleika fólks og gera því kleift að lifa lífinu án takmarkana. Embla Medical var stofnað árið 2024 til að styðja við áframhaldandi vöxt félagsins í heilbrigðistækni. Vörumerkin Össur, College Park, Fior & Gentz og ForMotion tilheyra öll Emblu Medical.
Við erum leiðandi afl á heimsvísu með um 4.500 starfsmenn í yfir 40 löndum. Höfuðstöðvarnar eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði. Félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku.
Mannauðurinn er kjarninn í okkar árangri. Sem hátæknifyrirtæki leggjum við ríka áherslu á að laða að okkur hæft og metnaðarfullt starfsfólk sem leggur sig fram og sýnir frumkvæði.

Starf á lager
Viltu taka þátt í verkefnum með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks?
Við óskum eftir að ráða öfluga manneskju í vöruhús Össurar sem er áhugasöm um að takast á við nýjar áskoranir, lipur í samskiptum og fellur vel inn í öflugan hóp starfsfólks. Vöruhúsið þjónustar allar framleiðsludeildir og stoðdeildir Össurar. Við leggjum mikla áherslu á hátt þjónustustig, vönduð vinnubrögð og góðan starfsanda.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn tölvukunnátta, þekking á Navision er kostur
- Bílpróf er skylda
- Lyftararéttindi er kostur
- Geta til að vinna í teymi og sjálfstætt
- Jákvæðni, heiðarleiki og stundvísi
- Þjónustulund og jákvæðni
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
-
Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat
-
Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
- Starfsþróun
-
Öflugt félagslíf
Auglýsing birt26. mars 2025
Umsóknarfrestur7. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í fasteignarekstri
Heimar

Kerfissérfræðingur / System Data Specialist
Travel Connect

Lager Útideild
Vatnsvirkinn ehf

Laust starf á skrifstofu Hveragerðisbæjar
Hveragerðisbær

Skrifstofustarf - Skipulag og gagnafærsla - Hlustastarf
Next Level Smíði ehf.

Ferlasérfræðingur á lager
Rými

Fjölbreytt störf hjá Öryggismiðstöðinni
Öryggismiðstöðin

Leitum að verkstjóra / smíðavinna
Probygg ehf.

Lagerstarfsmaður 🌟
Álfasaga ehf

Lager og útkeyrsla
Ison heildverslun

Vöruhús Vatnsvirkjans ehf.
Vatnsvirkinn ehf

Lagerstarfsmaður í Borgarnesi
Steypustöðin