Heimar
Heimar
Heimar

Sérfræðingur í fasteignarekstri

Heimar leita að metnaðarfullum og talnaglöggum einstaklingi í starf sérfræðings í fasteignarekstri. Í boði er fjölbreytt og lifandi starf í góðum og samheldnum hópi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á fjárhagslegum uppgjörum og áætlunum húsfélaga.
  • Kostnaðarstýring og eftirfylgni áætlana, m.a. stýring á þjónustusamningum vegna reksturs í fasteignum.
  • Undirbúningur, stýring og utanumhald rekstrarverkefna og minni viðhaldsverkefna.
  • Samskipti við viðskiptavini, leigutaka, verktaka og aðra hagsmunaaðila.
  • Þátttaka í ýmsum starfs- og verkefnahópum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi, t.d. við bókhaldsstörf.
  • Góð hæfni til að vinna með tölulegar upplýsingar.
  • Góð greiningarhæfni og hæfni til að miðla upplýsingum á skilvirkan hátt.
  • Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
Auglýsing birt24. október 2025
Umsóknarfrestur2. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hagasmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)