Landsnet hf.
Landsnet hf.
Landsnet hf.

Fulltrúi í upplýsingastjórnun

Hefur þú áhuga á gögnum, fólki og flutningskerfinu ?

Við leitum að samstarfsfélaga til að taka þátt í innleiðingu nýs upplýsinga- og skjalakerfis og móta með okkur hvernig við nýtum gögn til framtíðar. Um ræðir tímabundið starf til 1. september 2026.

Hjá okkur færð þú tækifæri til að leggja þitt af mörkum til rafvæddrar framtíðar og taka þátt í því að efla upplýsingastjórnun sem styður við orkuskipti og sjálfbæran rekstur. Þú verður hluti af öflugu teymi sem sinnir upplýsingum og gagnamálum hjá Landsneti og tekur virkan þátt í innleiðingu nýs kerfis. Þar munt þú styðja starfsfólk við að tileinka sér ný vinnubrögð, flokka og meðhöndla gögn á réttan hátt – með áherslu á aðgengi, öryggi og réttleika upplýsinga.

Þetta er einstakt tækifæri fyrir nýútskrifaða eða nema á lokaári í viðskiptafræði, verkfræði, tölvunarfræði eða upplýsingastjórnun – eða aðra sem brenna fyrir gögnum, fólki og framtíð flutningskerfis raforku á Íslandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í innleiðingu og þróun tæknilausna sem styðja upplýsingastjórnun.
  • Aðstoða og leiðbeina notendum við meðhöndlun upplýsinga og skjala.
  • Vinna með upplýsingastjóra að verkefnum eins og rafrænum skilum til Þjóðskjalasafns, gagnaflutningum o.fl.
  • Endurskoða og útbúa verklag og leiðbeiningar vegna upplýsingakerfis.
  • Taka þátt í þróun á nýtingu framtíðartækni, m.a. gervigreindar, við gerð kennslu- og fræðsluefnis í samstarfi við sérfræðinga innan og utan Landsnets.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða reynslu sem nýtist í starfi.
  • Þekkingu á gagnavinnslu, gagnaflutningum og framsetningu gagna.
  • Hæfni í textaskrifum og skýrslugerð er kostur.
  • Reynslu af WorkPoint eða SharePoint er mikill kostur.
  • Skipulögð, sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð.
  • Hæfni og þor til að taka ákvarðanir og tjá sig faglega.
Fríðindi í starfi
  • Þverfaglegt og skapandi starfsumhverfi sem leggur áherslu á nýsköpun og umbætur.
  • Samstarf við fjölbreyttan hóp sérfræðinga sem vinna að framtíð raforkukerfisins.
  • Skemmtilegt vinnuumhverfi með frábæru mötuneyti, líkamsræktaraðstöðu og fleiru.
  • Stuðning við faglega og persónulega þróun.
  • Starf og vinnustað sem skiptir máli fyrir samfélagið!
Auglýsing birt21. október 2025
Umsóknarfrestur2. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar