Origo ehf.
Origo ehf.
Origo ehf.

Origo leitar að sérfræðingi í gæðastjórnun

Við í Origo leitum að metnaðarfullum og reyndum aðila í gæðastjórnun til að styrkja CCQ Teymið.

Ef þú hefur djúpa þekkingu á gæðastjórnun og nýtur þess að vinna með fólki að raunverulegum umbótum – þá viljum við heyra frá þér!

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Söluráðgjafi á sviði gæðastjórnunar

  • Innleiðingu á CCQ lausnunum og gæðastjórnun almennt hjá viðskiptavinum

  • Þjónustu sem „gæðastjóri til leigu“, þar sem fyrirtækjum er hjálpað við daglegan rekstur og viðhald gæðakerfa

  • Undirbúning og aðstoð við vottanir, s.s. ISO 9001, ISO 27001 og sambærileg kerfi

  • Aðstoð við aðlögun að reglugerðum og kröfum, m.a. DORA, GDPR, GMP og öðrum tengdum kröfum

  • Þátttöku í þróun nýrrar þjónustu og tækifæra innan ráðgjafarteymis Origo

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í gæðastjórnun, verkfræði, stjórnun eða viðskiptafræði

  • Mjög góð þekking á ISO stjórnkerfum og vottunarkröfum

  • Þekking á reglugerðum eins og DORA, GDPR, GMP eða FDA 21 Part 210/211 er mikill kostur.

  • Reynsla af ráðgjöf, innleiðingu og rekstri gæðakerfa

  • Kunnátta í CCQ er mjög góður kostur

  • Skipulögð, lausnamiðuð og jákvæð nálgun í verkefnum

  • Frábær samskiptahæfni og þjónustulund

Fríðindi

  • Tækifæri til að vinna með leiðandi fyrirtæki á sviði ráðgjafar og tækni

  • Faglegt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem nýsköpun og þekking skipta máli

  • Sveigjanleiki og tækifæri til að þróast í starfi

  • Sterkur hópur sérfræðinga sem styður þig í starfi og vexti

  • Styrkir s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur o.fl.

  • Ýmis fríðindi og styrkir

Við leitum að einstaklingi sem

  • Hefur ástríðu fyrir gæðum og umbótum
  • Hefur getu til að vinna sjálfstætt og með teymi
  • Nýtur þess að byggja upp traust og langtímasambönd við viðskiptavini
  • Sýnir frumkvæði, fagmennsku og áhuga á að hafa áhrif

Hljómar þetta eins og þú?

Sendu okkur umsókn og segðu okkur af hverju þú ert rétti einstaklingurinn til að taka þátt í þessu spennandi verkefni með okkur í CCQ Teyminu hjá Origo.

Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Origo skapar öruggt forskot með tækni og hugviti. Með snjöllum og öruggum lausnum hjálpum við fyrirtækjum og stofnunum að öðlast forskot í stafrænum heimi sem er á fleygiferð. Hjá okkur starfa um 200 manns sem vinna saman að því að skapa betri tækni sem bætir líf fólks. Við leggjum áherslu á liðsheild, fagmennsku og stöðuga þróun.

Auglýsing birt21. október 2025
Umsóknarfrestur2. nóvember 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar