
Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.

Sérfræðingur í stefnumótun og þróun
Stefnumótun og þróun leitar að liðsauka sem vill taka þátt í að móta framtíð Arion samstæðunnar.
Stefnumótun og þróun er miðlæg eining á Fjármálasviði sem vinnur náið með öllum sviðum og dótturfélögum samstæðunnar og vinnur náið með framkvæmdastjórn og stjórn bankans og dótturfélaga í fjölbreyttum verkefnum. Verkefni teymisins eru m.a. að greina fjárfestingarkosti á fjármálamarkaði, leiða stefnumótunarvinnu, stýra viðskiptaáætlanagerð samstæðunnar, og stýra safni óskráðra eigna bankans.
Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á fjármálum fyrirtækja, stefnumótun og spennandi greiningarvinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mat á fjárfestingarkostum fyrir Arion samstæðuna
- Þátttaka í stýringu og verðmati á óskráðum eignum bankans, ásamt reglulegum samskiptum við félögin
- Þátttaka í árlegri fjárhagslegri og viðskiptalegri áætlanagerð samstæðunnar
- Þátttaka í stefnumótandi verkefnum innan samstæðunnar
- Greining á fjármálamörkuðum, fjármálafyrirtækjum og fjártækniumhverfinu
- Greiningarvinna, skýrslu- og glærugerð ásamt gerð minnisblaða
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólagráða í viðskiptum, fjármálum, verkfræði eða skyldum greinum
- Mjög góð færni í fjármálalíkönum, verðmati, gagnagreiningu og glærugerð
- Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Færni í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt20. október 2025
Umsóknarfrestur24. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Deildarstjóri framkvæmdadeildar
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Starfsmaður á bókhaldssvið Akureyri
Enor ehf

Sérfræðingur í teymi raf- og fjarskipta
EFLA hf

Verkefnastjóri fjárfestinga / Capital Projects Specialist
Alcoa Fjarðaál

Origo leitar að sérfræðingi í gæðastjórnun
Origo ehf.

Sérfræðingur í viðskiptagreind (BI)
Expectus

Fagstjóri
Veitur

Sérfræðingur á endurskoðunarsvið Enor ehf. í Reykjavík
Enor ehf

Vöruhönnuður / Verkfræðingur
Embla Medical | Össur

Framsækinn sérfræðingur í viðskiptum og þjónustu
Eik fasteignafélag hf.

Fjármálastjóri
Bílaleigan Go / Go Leiga

Fjármálastjóri (CFO)
Abler