Arion banki
Arion banki
Arion banki

Sérfræðingur í stefnumótun og þróun

Stefnumótun og þróun leitar að liðsauka sem vill taka þátt í að móta framtíð Arion samstæðunnar.

Stefnumótun og þróun er miðlæg eining á Fjármálasviði sem vinnur náið með öllum sviðum og dótturfélögum samstæðunnar og vinnur náið með framkvæmdastjórn og stjórn bankans og dótturfélaga í fjölbreyttum verkefnum. Verkefni teymisins eru m.a. að greina fjárfestingarkosti á fjármálamarkaði, leiða stefnumótunarvinnu, stýra viðskiptaáætlanagerð samstæðunnar, og stýra safni óskráðra eigna bankans.

Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á fjármálum fyrirtækja, stefnumótun og spennandi greiningarvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mat á fjárfestingarkostum fyrir Arion samstæðuna
  • Þátttaka í stýringu og verðmati á óskráðum eignum bankans, ásamt reglulegum samskiptum við félögin
  • Þátttaka í árlegri fjárhagslegri og viðskiptalegri áætlanagerð samstæðunnar
  • Þátttaka í stefnumótandi verkefnum innan samstæðunnar
  • Greining á fjármálamörkuðum, fjármálafyrirtækjum og fjártækniumhverfinu
  • Greiningarvinna, skýrslu- og glærugerð ásamt gerð minnisblaða
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða í viðskiptum, fjármálum, verkfræði eða skyldum greinum
  • Mjög góð færni í fjármálalíkönum, verðmati, gagnagreiningu og glærugerð
  • Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Færni í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt20. október 2025
Umsóknarfrestur24. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)