Enor ehf
Enor ehf
Enor ehf

Sérfræðingur á endurskoðunarsvið Enor ehf. í Reykjavík

Við hjá Enor leitum að metnaðarfullum og ábyrgum sérfræðingi á endurskoðendasviði til að ganga til liðs við okkar öfluga teymi. Starfið felur í sér fjölbreytt og krefjandi verkefni tengd endurskoðun, gerð ársreikninga og tengdra verkefna fyrir viðskiptavini af ýmsum stærðum og gerðum.

Enor ehf er framsækið endurskoðunarfyrirtæki sem veitir þjónustu á sviði endurskoðunar, reikningshalds, skattamála og fyrirtækjaráðgjafar. Hjá Enor starfa um 45 starfsmenn á þremur stöðum á landinu, Akureyri, Reykjavík og Húsavík. Við erum að leita eftir öflugum og skipulögðum einstaklingi til starfa á endurskoðunarsviði félagsins í Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í endurskoðun fyrirtækja og stofnana
  • Uppgjörsvinna og gerð ársreikninga
  • Samskipti við viðskiptavini og ráðgjöf á sviði skattamála og reikningsskila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í viðskiptafræði, reikningshaldi eða sambærilegu
  • Reynsla af endurskoðun eða uppgjörsvinnu er mikill kostur
  • Góð færni í Excel og almenn tölvufærni
  • Nákvæm og öguð vinnubrögð
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi
  • Sýna frumkvæði og vilji til að bæta hæfni sína og takast á við nýjar áskoranir
Fríðindi í starfi
  • Samkeppnishæf launakjör
  • Íþróttastyrkur
  • Niðurgreitt fæði
Auglýsing birt15. október 2025
Umsóknarfrestur31. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar