
Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Sérfræðingur í gagnagreiningu
Við leitum að sérfræðingi í gagnagreiningu sem er bæði lausnamiðaður og metnaðarfullur.
Ef þú ert gagnakrönser með brennandi áhuga á því að nýta og greina gögn til að skapa raunverulegar lausnir, bæta ferla og stuðla að framþróun þá viljum við heyra frá þér.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining gagna
- Gerð skýrslna og mælaborða
- Þróun vöruhús gagna
- Uppsetning og viðhald OLAP teninga
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Góð þekking á gagnagreiningu og framsetningu gagna
- Góð þekking á SQL gagnagrunnsforritun
- Framúrskarandi excel hæfni
- Þekking á PowerBi
- Jákvæðni, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
- Frumkvæði í starfi
Auglýsing birt8. október 2025
Umsóknarfrestur20. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurhraun 10, 210 Garðabær
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiGagnagreiningHönnun ferlaJákvæðniMicrosoft ExcelSkýrslurÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Mannauðsstjóri - Employee Experience Manager
The Reykjavik EDITION

Sérfræðingur í gagnahögun
Reykjavíkurborg

Launasérfræðingur
RÚV

Sérfræðingur í reikningshaldi og uppgjörum
Félagsbústaðir

Innkaupasérfræðingur / Procurement Specialist
Alcoa Fjarðaál

Sérfræðingur í teymi mæla og mælagagna
Orkuveitan

Sérfræðingur á fjármálasviði
COWI

Fjármálastjóri
Arnarlax ehf

Fjármálastjóri
Arnarlax

Sérfræðingur/viðurkenndur bókari til starfa á fjármála- og rekstrarsviði
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Sérfræðingur í viðskiptagreind (BI)
Expectus

Sérfræðingur í uppgjörum og reikningshaldi (Financial Accountant)
Air Atlanta Icelandic