
Alcoa Fjarðaál
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Fjarðaál er eitt af nútímalegustu og tæknilega fullkomnustu álverum heims og er fyrirmynd hvað varðar umhverfisvernd og jafnréttismál. Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.
Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.
Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar
Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar
Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.

Innkaupasérfræðingur / Procurement Specialist
Alcoa Fjarðaál leitar að öflugum sérfræðingi í tímabundið starf hjá innkaupateymi Alcoa Fjarðaáls. Innkaupateymið starfar undir innkaupasviði móðurfélagsins Alcoa Corporation og ber ábyrgð á útboðum, samningagerð, innkaupaferlum og mótun innkaupastefnu fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Greining þarfa og kostnaðar
-
Útboð á vörum og þjónustu
-
Samningar við birgja og verktaka
-
Samskipti við beiðendur innkaupa
-
Útgáfa og eftirfylgni innkaupapantana
-
Þróun innkaupaferla og innkaupastefnu
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Viðskiptafræði, lögfræði eða önnur hagnýt háskólamenntun
-
Reynsla af innkaupum og samningagerð er æskileg
-
Færni í greiningu gagna og miðlun upplýsinga
-
Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði
-
Teymishugsun og lipurð í samskiptum
-
Gott vald á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
- Gott mötuneyti
- Rútuferðir til og frá vinnu
- Velferðaþjónusta
Auglýsing birt7. október 2025
Umsóknarfrestur21. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hraun 158199, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í gagnagreiningu
Terra hf.

Tollmiðlari
Aðföng

Mannauðsstjóri - Employee Experience Manager
The Reykjavik EDITION

Launasérfræðingur
RÚV

Sérfræðingur í reikningshaldi og uppgjörum
Félagsbústaðir

Innkaupasérfræðingur
Set ehf. |

Fjármálastjóri
Arnarlax ehf

Fjármálastjóri
Arnarlax

Sérfræðingur/viðurkenndur bókari til starfa á fjármála- og rekstrarsviði
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Lögfræðingur
Mennta- og barnamálaráðuneyti

Sérfræðingur í uppgjörum og reikningshaldi (Financial Accountant)
Air Atlanta Icelandic

Framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar
Þjóðleikhúsið