

Framkvæmdastjóri ABS / ABS Manager
Alcoa Fjarðaál leitar að metnaðarfullum framkvæmdastjóra ABS sem gegnir lykilhlutverki í að móta og innleiða umbótastefnu, auka framleiðni og samþætta ABS-kerfið í öllu rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Framkvæmdastjórinn leiðir þverfagleg teymi, stuðlar að framleiðnimenningu á vinnustaðnum og tryggir stöðugar umbætur með stefnumótun og mælikvörðum á árangur.
Hlutverkið felur í sér náið samstarf við yfirstjórn, þátttöku í innri úttektum og að veita teymum þau verkfæri og staðla sem þarf til að ná árangri.
Reka ferli í samræmi við stefnur, gildi og markmið Fjarðaáls.
- Stýra teymi og vinna stöðugt að því að ná betri árangri og meiri skilvirkni
- Leiða og hvetja teymi til að ná markmiðum og fylgja eftir frávikum á mælikvörðum
- Tryggja góða samvinnu við önnur teymi og styðja við rekstur annara ferla
- Þátttaka í stefnumótun og rýni stjórnenda á stjórnkerfi Fjarðaáls
- Vera þátttakandi í vinnu framkvæmdastjórnar, leggja til þekkingu og vinna að framkvæmd áætlana
- Bregðast við atvikum og fylgja eftir fyrirbyggjandi aðgerðum
- Skilja þarfir og væntingar viðskiptavina
- Gerð fjárhagsáætlana fyrir viðkomandi teymi.
Virða og framfylgja gildum og stefnum Alcoa
• Unnið sé eftir stjórnkerfi Fjarðaáls
• Framfylgja lögum, reglum og stöðlum
• Að unnið sé skv. samþykktum ferlum og verklagsreglum
• Framfylgja framleiðslu- og gæðastöðlum
• Veita upplýsingar og fara að kröfum stoðteyma sem nauðsynlegar eru þeirra ferlum innan tímamarka
• Miðla upplýsingum til síns teymis
• Fylgja eftir að þjálfunarmarkmiðum sé náð
• Tryggir næg aðföng til að ná ferlismarkmiðum
• Viðhalda og tryggja tengsl milli teyma
• ABS aðferðafræði sé notuð til að viðhalda og bæta ferli
Menntun og/eða réttindi sem krafist er
Lágmarksmenntun: –BA eða BS gráða
Reynsla sem krafist er
A.m.k. 7 til 10 ára starfsreynsla eftir háskólapróf.
Hæfni sem krafist er
• Byggja upp öfluga liðsheild og vinnustaðamenningu
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Skipulag og framsýni
• Hæfileiki til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
• Góð enskukunnátta
• Skilning á rekstri
• Rekstrarhæfni
- Gott mötuneyti
- Rútuferðir til og frá vinnu
- Velferðaþjónusta

