

Rekstrarstjóri viðhalds / Maintenance Superintendent
Almennt um starfið
Markmið og tilgangur starfs
Rekstrarstjóri viðhalds er ábyrgur fyrir framkvæmd alls viðhalds fyrir skilgreint framleiðsluferli og hefur heildaryfirsýn yfir öll verkefni tækniteymis áreiðanleika. Rekstrarstjóri viðhalds er yfirmaður leiðtoga og veitir stuðning við störf iðnaðarmanna. Rekstrarstjóri viðhalds vinnur með iðnaðarmannateymi í að byggja upp þekkingu, innleiða besta þekkta verklag og veita tæknistuðning við viðhald.
Verksvið eða meginverkefni starfsins
Dagleg eftirfylgni viðhalds: Rekstrarstjóri viðhalds fylgir daglega eftir þjónustusamningi viðhalds og framleiðslu. Tekur þátt í DMS fundum framleiðslu og upplýsir um stöðu viðhalds frá degi til dags. Fylgir eftir daglegri framkvæmd viðhalds og afhendingu búnaðar til og frá viðhaldi.
Viðhaldskostnaður: Rekstrarstjóri heldur utan um viðhaldskostnað og fylgir eftir að unnið sé innan kostnaðaráætlunar hvers mánaðar. Tilkynnir frávik frá kostnaðaráætlunum til framkvæmdastjóra svæðis og skilar inn árlegri kostnaðaráætlun næsta árs inn í áætlanagerð Fjarðaáls.
Tæknistuðningur: Rekstrarstjóri viðhalds veitir leiðtoga og iðnaðarmönnum tæknistuðning við flókin viðhaldsverk og bilanagreiningar. Heldur utan um tæknigögn búnaðar fyrir framleiðsluferli og aðgengi að þeim. Metur áhrif tæknilegra lausna og breytinga á rekstur framleiðsluferlis.
Samþykkt viðhaldsverka og forgangsröðun: Rekstrarstjóri viðhalds samþykkir inn allar verkpantanir sem koma inn gagnvart kostnaði og gæðum upplýsinga sem fylgja verkpöntun. Vinnur með planara og viðhaldsleiðtoga í forgangsröðun viðhaldsverka og styður við plönun gagnvart backlog mælikvörðum. Rekstrarstjóri samþykkir daglega alla endurplönun viðhaldsverka úr framkvæmd viðhalds sem ekki er hægt að ljúka innan sömu viku.
Umbætur: Styður þétt við innleiðingu og framkvæmd áreiðanleikaverkefna. Fylgir eftir umbótum í viðhaldskerfi og styður við tæknihóp í umbótum.
UHÖ- og gæðaúttektir: Ábyrgðamaður fylgir eftir framkvæmd viðhalds með reglulegum UHÖ og gæðaúttektum og gefur endurgjöf til iðnaðarmanna.
Ábyrgð í starfi
Rekstrarstjóri viðhalds starfar í umboði framkvæmdarstjóra áreiðanleikateymis. Meginábyrgð rekstrarstjóra er eftirfylgni viðhalds og eru ábyrgðarsvið hans m.a.:
· Vinna skv. samþykktum ferlum og verklagsreglum.
· Að tryggja að öll viðhaldsverk er snerta öryggi og heilsu séu virk og framkvæmd, að öðrum kosti tilkynna um frávik.
· Að stýra áætlunargerð fyrir viðhaldskostnað kerfa.
· Að fylgjast með viðhaldskostnaði og rekstri kerfa - upplýsingagjöf til framkvæmdarstjóra og framleiðsluteymis.
· Uppfæra mælikvarða fyrir framleiðslukerfi á sínu svæði samkvæmt skilgreiningu.
· Innleiða viðhalds og áreiðanleikastaðla með stöðugan rekstur og kostnað sem viðmið.
· Tæknistuðningur gagnvart breytingarverkefnum með framleiðslu.
· Virkja rótargreiningar á bilunum sem falla innan skilgreindra marka.
· Vinna með framleiðslu og plönun fyrirbyggjandi viðhalds að framleiðslu og viðhaldsáætlunum næstu 5 vikna.
· Fylgjst vel með öllum megin viðhaldsverkum á sínu svæði.
· Fylgja eftir flæði í óplönuðu viðhaldi (flókin verk og þau sem skarast milli vakta)
· Að styðja hátt þekkingarstig iðnaðarmanna í samstarfi við leiðtoga viðhalds.
· Meta mögulegar lausnir til að auka áreiðanleika og endingu búnaðar.
· Tilkynning starfsloka til mannauðsteymis og þátttaka í ráðningu nýrra starfsmanna.
Grunnkröfur
Menntun og/eða réttindi sem krafist er
Tækni/verkfræðimenntun eða önnur hagnýt menntun s.s. véliðnfræði.
Reynsla sem krafist er
Minnst 5 ára starfsreynsla og reynsla af viðhaldsmálum í framleiðslufyrirtækjum.
Hæfni sem krafist er
· Geta unnið í teymi.
· Vilji til að læra.
· Sýna frumkvæði.
· Góð almenn tölvufærni og geta til að tileinka sér notkun tölvukerfa.
· Skipulagshæfileikar.
Samskiptafærni og samstarfsaðilar í starfinu
Framleiðsluteymi
Áreiðanleikateymi
Byrgjar og þjónustuaðilar
- Mötuneyti
- Íþrótta og meðferðarstyrkir
- Rútuferðir frá helstu byggðarkjörnum













