
Park Inn by Radisson
Park Inn by Radisson er flugvallar- og ráðstefnuhótel staðsett í nálægð við Keflavíkurflugvöll og þjónustar bæði viðskipta- og ferðamenn. Hótelið er hluti af Radisson Hotel Group sem rekur yfir 1600 hótel um allan heim með um 250.000 herbergjum. Park Inn státar af 116 herbergjum, ráðstefnudeild og veitingastaðnum Library-Bistro.
Framkvæmdastjóri
Park Inn by Radisson leitar að framkvæmdastjóra
Við leitum að öflugum og árangursdrifnum framkvæmdastjóra/hótelstjóra til að leiða rekstur Park Inn by Radisson. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir leiðtoga sem hefur brennandi áhuga á gestrisni til að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni. Ásamt því að hafa áhrif og leiða samhentan hóp starfsfólks.
Hótelið er hluti af alþjóðlegu Radisson hótelkeðjunni og státar af 116 herbergjum, ráðstefnudeild og veitingastaðnum Library-Bistro. Við leitum að víðsýnum leiðtoga með skýra sýn og sterka leiðtogahæfni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með daglegum rekstri hótelsins
- Ábyrgð á tekjustýringu og markaðs- og sölumálum
- Rekstur og þróun veitingadeildar
- Stefnumótun og áætlanagerð
- Samningagerð við lykilviðskiptavini og ferðaskrifstofur
- Nýsköpun og þróun viðskiptatækifæra
- Mannauðsmál
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla og þekking á rekstri og stjórnun
- Reynsla og þekking á hótelstjórn eða hótelrekstri kostur
- Frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun
- Leiðtogahæfileikar og hæfni til að byggja upp öflugt teymi
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Auglýsing birt19. september 2025
Umsóknarfrestur2. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 57, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
DrifkrafturFrumkvæðiLeiðtogahæfniMannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar